Námssálfræði

NámsgreinE-113-NAMS
Önn20193
Einingar6
SkyldaNei

Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2019
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararEngir undanfarar.
Skipulag4 stundir á viku í 12 vikur.
Kennari
Ester María Ólafsdóttir
Þorlákur Karlsson
Lýsing
Fjallað er um grunnferla í því hvernig menn og dýr læra. Meðal umfjöllunarefnis er klassísk skilyrðing (Pavlóvsk) – skilgreiningar, ferlar og beiting; virk skilyrðing – skilgreiningar, ferlar og beiting; aðgreinandi skilyrðing; áreitisstjórnun; styrkingarhættir; nám með athugun; þriggja þátta skilmálar; reglustjórnuð hegðun; sjálfsstjórn; hugarstarf og skilyrðing; og samanburðaráhrif jákvæðrar og neikvæðrar stjórnunar. Þá er fjallað um hefðbundinn styrk atferlisgreiningar, svo sem mikil áhersla á tilraunaaðferðina, nákvæmar mælingar, nákvæm útfærsla aðferða og að niðurstöður rannsókna séu þungamiðja þekkingarsköpunar.
Námsmarkmið
LærdómsviðmiðAð námskeiði loknu á hver nemandi að geta:Þekking? Lýst og skilið helstu námskenningar og ferla í námi.? Lýst mismunandi tegundum skilyrðingar, borið þær saman og sagt frá hvað sé líkt og ólíkt með þeim.? Skýrt ýmiss grunnfyrirbrigði í námssálfræði.? Nefnt og skýrt fjölda dæma um hagnýtingu atferlisgreiningar fyrir skjólstæðinga, nemendur, starfsmenn fyrirtækja og í daglegu lífi.
Leikni? Þekkt dæmi um nám eða breytingu á hegðun og sagt frá hvaða kenning eða ferli í námi geti útskýrt það.? Spáð fyrir um einfalda hegðun manna eða annarra dýra við mismunandi styrkingarhætti og áreitisstjórnun.? Gert grein fyrir niðurstöðum sem eru á formi safnrits (e. cumulative record).Hæfni? Skilyrt mann eða annað dýr og gert grein fyrir því á fræðilegan hátt í skýrslu.
Námsmat
Próf og verkefni.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Fyrirlestrar, hópvinna og umræðutímar.
TungumálÍslenska