Stærðfræðileg forritun

NámsgreinE-402-STFO
Önn20243
Einingar6
SkyldaNei

Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararT-101-STA1, Stærðfræði I
T-103-STST, Strjál stærðfræði fyrir verkfræðinema
T-301-REIR, Reiknirit
T-304-CACS, Stærðfræðigreining fyrir tölvunarfræði
T-419-STR2, Strjál stærðfræði II
SkipulagTD-staðarnám-3 vikna
Kennari
Árni Fannar Þráinsson
Miha Skerlavaj
Ramón Diaz-Bernardo
Thomas Walker
Lýsing
Stærðfræðilegar uppgötvanir eru oftast nær framkvæmdar með tilraunum. Hefðbundin tól eru blað og penni, og hugurinn sjálfur. Nýlega hefur tölvan bæst við hóp þessara tilraunatóla. Skoðuð verða verkefni úr ýmsum sviðum stærðfræðin. Python/sage (https://cloud.sagemath.com)verður notað sem forritunarmál.
Námsmarkmið
Þekking: Viti hvernig tölvum og reikniritum er beitt í rannsóknum í stærðfræði og tölvunarfræði. Þekki línulega bestun við lausnir á vandamálum. Geti notað kvika bestun við lausnir á vandamálum. Þekki leitaraðferðir við lausnir á vandamálum. Þekki hrottun (e. brute force) og fleiri algengar lausnaraðferðir á vandamálum. Þekki hvenær best er að skrifa kóða eða að reyna að leysa vandamál handvirkt. Þekki ýmis atriði úr strjálli stærðfræði, s.s. umraðanir, net, leiki (eins og Game of Life) og endanlega fleti (kleinuhringi og Klein-flöskuna). Þekki ýmsar skilgreiningar úr samfelldri stærðfræði, svo sem sérstöðupunkta falla af mörgum breytistærðum. Hæfni: Geti notað tölvu til að prófa tilgátur og keyra hermanir. Geti notað kvika bestun til að leysa vandamál. Geti notað línulega bestun til að leysa vandamál. Geti notað leit og aðrar algengar aðferðir til að leysa vandamál. Geti valið heppilega aðferð til að takast á við mismunandi vandamál. Geti sannað ákveðin vandamál handvirkt, þar sem hermun væri of tímafrek. Leikni: Geti notað Sage forritunarmálið í öðrum námskeiðum. Geti áttað sig á því hvers konar vandamál er hægt að leysa með aðferðum sem kynntar voru í námskeiðinu.
Námsmat

Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir

TungumálÍslenska