Hagnýt viðskiptakerfi (ERP)

NámsgreinI-406-IERP
Önn20243
Einingar6
SkyldaNei

Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararT-111-PROG, Forritun
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
Stærsta fjárfesting fyrirtækja í upplýsingatækni snýr í langflestum tilvikum að viðskiptakerfum (Enterprise Resource Planning; ERP). ERP er í raun samnefni fyrir samspil ferla og tækni í rekstri. Meðal þess sem fellur þar undir eru áætlanagerð, innkaup og vörustýring, mannauður, fjárhagur, birgðahald og sala. Á undanförnum árum hefur heilmikil þróun verið í þessum geira og kerfin orðið mun fjölhæfari og öflugri en áður og teygja anga sína í alla starfsemi fyrirtækjanna. Samkvæmt nýlegri könnun Gartners á fjárfestingum fyrirtækja í upplýsingatækni munu fjárfestingar í viðskiptakerfum halda áfram að aukast á næstu árum. Helsta hindrun fyrir vexti í þessum geira snýr að skorti á starfsfólki sem hefur sérfræðikunnáttu á þessu sviði, þar sem saman fer staðgóð þekking á upplýsingatækni annars vegar og helstu viðskiptaferlum hins vegar. Stærstu aðilar á þessum markaði eru SAP, Oracle og Microsoft, og vinnuumhverfið er alþjóðlegt. Í þessu námskeiði verður leitast við að skapa góðan grunn fyrir hvern þann sem vill kynna sér virkni og þróun ERP kerfa. Farið verður ofan í mismunandi leiðir við innleiðingu og hvaða áhrif ERP kerfi hafa á rekstur fyrirtækja. Í þessu námskeiði verður stuðst við Microsoft Dynamics NAV í kennslunni. Meðal þess sem nemendur þurfa að kunna skil á í lok námskeiðs er að skilja virkni og helstu eiginleika ERP kerfa. Þá verður einnig skyggnst „undir húddið‘‘ og nemendum gefinn kostur á að vinna í tækniumhverfinu.
Námsmarkmið
Þekking: Geti lýst virkni og notkun ERP kerfa, sem og þróun þeirra í fortíð fram á daginn í dag. Geti skilgreint helstu þætti ERP kerfa og lýst samhengi þeirra. Leikni: Geti unnið með helstu kerfisþætti í Microsoft Dynamics NAV sem fjallað verður um í námskeiðinu. Geti forritað einfalda virkni innan ERP kerfis. Hæfni: Geti hannað ferli innan ERP kerfis.
Námsmat
Ekkert skráð námsmat.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Engin skráð kennsla.
TungumálÍslenska