Viðskiptagreind

NámsgreinI-707-VGBI
Önn20241
Einingar6
SkyldaNei

Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námsgreinar2. Grunnnám, framhaldsnámskeið
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararT-111-PROG, Forritun
SkipulagTD-Staðarnám-12 vikna
Kennari
Freyr Friðfinnsson
Lýsing
Viðskiptaumhverfið er stöðugt að breytast og verður sífellt flóknara. Fyrirtæki og stofnanir eru undir álagi að bregðast hratt við breyttum skilyrðum og iðka nýsköpun í rekstri. Slík verkefni krefjast lipurðar og þess að skipulagið styðji tíðar, tímanlegar og oft flóknar ákvarðanir tengdar stefnu og rekstri. Ákvarðanataka undir þeim skilyrðum krefst töluverðs magns af viðeigandi gögnum, upplýsingum og þekkingu sem krefjast skipulags sem styður nánast rauntíma vinnslu og krefst venjulega tæknilegs stuðnings upplýsingakerfa.Þessi áfangi gengur út á að nota greiningu gagna sem tæknilegan stuðning við ákvarðanatöku stjórnenda. Hann leggur áherslu á fræðilega grunn ákvarðanatökukerfa sem og þær hugbúnaðarlausnir sem eru aðgengilegar. Áfanginn fer yfir grunnhugtök þeirra aðferða sem nýta þessar lausnir til viðskiptalegs ávinnings.
Námsmarkmið
  • Þekki hugtakið viðskiptagreind og geti fjallað um það út frá fræðilegu, tæknilegu og viðskiptalegu sjónarmiði.
  • Skilji uppbyggingu viðskiptagreindarlausna, mikilvægi á notkun viðskiptagreindar í viðskiptalífinu og mismunandi tilgang ýmissa verkfæra sem eru notuð í viðskiptagreind.
  • Geti byggt upp gagnalíkan, búið til greiningar og veitt ráðgjöf varðandi framsetningu gagna.
  • Geti unnið með Microsoft Azure skýjalausnir til að stjórna og sýsla með gögn.
  • Geti unnið með Microsoft Azure Data Mining Studio til að gera gagnanámunarlíkön.
  • Geti unnið með Microsoft PowerBI til að búa til mælaborð.
  • Geti skilgreint hæfnisetur (BICC) og mótað stefnu fyrir fyrirtæki í viðskiptagreind.
Námsmat

Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir

TungumálÍslenska