Stjórnskipunarréttur

NámsgreinL-102-STSR
Önn1
Einingar8
Skylda

Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagFyrirlestratímar og umræðu- eða verkefnatímar um sama efni.
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
Í námskeiðinu er fjallað um grundvallarhugmyndir íslensku stjórnskipunarinnar, æðstu handhafa ríkisvaldsins, störf þeirra og hlutverk og um mannréttindareglur. Ennfremur er fjallað stuttlega um tengsl stjórnskipunarréttar við aðrar fræðigreinar og siðferðilegar forsendur hans.
Námsmarkmið
Að námskeiðinu loknu er stefnt að því að nemar: -Þekking: - Þekki og geti lýst einkennum íslenskrar stjórnskipunar -Þekki og geti lýst tengslum stjórnskipunarréttar við aðrar fræðigreinar og siðferðilegar forsendur hans og geri sér grein fyrir hlutverki hans í samfélaginu - Þekki og geti útskýrt helstu reglur um hlutverk, skipulag og starfsemi einstakra handhafa ríkisvaldsins -Leikni: - Geti greint frá, tengt og borið saman grundvallarhugmyndir í stjórnskipunarrétti og áhrif þeirra - Geti fundið, túlkað og beitt helstu reglum um mannréttindi og vernd þeirra - Hafi hlotið nokkra þjálfun í leit að réttarheimildum, úrvinnslu þeirra og túlkun, m.a. með fjölmörgum raunhæfum verkefnum og æfingum í minni hópum - Hæfni - Hafi hlotið nokkra þjálfun í leit að réttarheimildum, úrvinnslu þeirra og túlkun, m.a. með fjölmörgum raunhæfum verkefnum og æfingum í minni hópum.
Námsmat
Skilaverkefni alls 40%, miðannarpróf 20%, lokapróf 40% Nánari upplýsingar verða á vef námskeiðsins í ágústbyrjun.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Samsett úr fyrirlestratímum og umræðu- eða verkefnatímum um sama efni.
TungumálÍslenska