Úrlausn lögfræðilegra álitaefna

NámsgreinL-106-ÚRÁL
Önn1
Einingar6
Skylda

Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagNámskeið kennt í þriggja vikna lotu í síðasta hluta annar.
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
Námskeiðið sem er framhald af aðferðafræði I , fjármunarétti I og stjórnskipunarrétti skiptist í tvo jafna hluta sem gilda 50% hvor um sig. Í fyrri hlutanum verður viðfangsefnið lögfræðileg textagerð. Seinni hluti námskeiðsins snýr hins vegar að úrlausnum lögfræðilegra álitaefna á sviðum framangreindra námskeiða. Í kennslustundum, sem geta verið mismargar á hverjum virkum degi, verður eftir atvikum farið í efnisatriði tengd þeim viðfangsefnum sem til úrlausnar eru hverju sinni.
Námsmarkmið
Að námskeiði loknu eiga nemendur að hafa til að bera eftirfarandi þekkingu, leikni og hæfni: -Þekking: - Hafa dýpkað þekkingu sína á efni námskeiðsins - Skilji mikilvægi vandaðs texta og aðferðafræði við úrlausn fjölbreyttra lögfræðilegra viðfangsefna þar með talið raunhæfra verkefna á tilteknum sviðum lögfræðinnar. -Leikni: - Hafa hlotið nokkra þjálfun í lögfræðilegri textagerð og að leysa með rökstuddum hætti úr lögfræðilegum álitaefnum - Hafa reynslu af beitingu aðferðafræði við úrlausn lögfræðilegra viðfangsefna. -Hæfni: Geta aflað sér upplýsinga, metið gildi þeirra og leyst sjálfstætt úr fjölbreyttum viðfangsefnum á sviðum aðferðafræði, stjórnskipunar- og fjármunaréttar á grundvelli vandaðrar textagerðar og lögfræðilegrar aðferðafræði.
Námsmat
Í fyrri hluta námskeiðsins verður farið yfir helstu atriði sem hafa ber í huga við uppsetningu texta lögfræðilegs eðlis og unnið verkefni á því sviði. Verkefnið er í formi örritgerðar sem unnið verður út frá afmörkuðum fræðilegum heimildum. Örritgerðinni skal skilað tvisvar og markmiðið er að nemendur betrumbæti hana eftir athugasemdum í fyrri yfirferð kennara og skili henni svo aftur. Einkunn fyrir fyrra eintakið gildir 20% af heildareinkunn námskeiðs — en 30% fyrir lokaeintakið. Í seinni hluta námskeiðsins verða lögð fyrir þrjú lögfræðileg álitaefni og ber nemendum að lágmarki að skila tveimur þeirra. Besta eða betri úrlausn hvers nemanda gildir til einkunnar. Einungis er gert ráð fyrir einstaklingsbundnum skilum.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Kennsla fer fyrst og fremst fram í formi leiðbeininga og umræða í tengslum við úrlausn lögfræðilegra álitaefna. Gert er ráð fyrir virkri þátttöku nemenda í kennslustundum.
TungumálÍslenska