Fjármunaréttur I - Samningaréttur og inngangur að almennum hluta kröfuréttar

NámsgreinL-115-FJM1
Önn1
Einingar8
Skylda

Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
A. Fræðigreinin fjármunaréttur og hugtakið krafa. Almenn umfjöllun um fræðigreinina fjármunarétt og umfjöllun um hugtakið krafa en fjármunaréttur byggir á því að stofnast hafi krafa sem nýtur lögverndar í skilningi kröfuréttar. B. Stofnun kröfu. Umfjöllun um helstu stofnunarhætti krafna: 1. Kröfur á grundvelli samnings. Umfjöllun um samninga og ýmsar aðrar tegundir löggerninga, þar með talið hvernig samningar geta stofnast samkvæmt lögum nr. 7/1936. Farið verður yfir reglur um loforð, ákvaðir og stofnun samninga. Einnig fellur undir þetta umfjöllun um þriðjamannslöggerninga og reglur um umboð og umsýslu þar sem þær snerta sama viðfangsefni. Auk þess verður fjallað um túlkun samninga og fyllingu. Undir þeirri umfjöllun verður meðal annars farið yfir reglur um túlkun staðlaðra samningsskilmála og áhrif ýmissar löggjafar á sviði neytendaverndar á túlkunarreglur. Sérstaklega verður rætt um túlkun gjafaloforða þar sem reglur um túlkun þeirra eru að sumu leyti frábrugðnar almennum reglum. Auk þess verður fjallað um takmörk meginreglu samningaréttar um samningsfrelsi. 2. Auðgunarkröfur og ýmsir aðrir stofnunarhættir krafna. C. Slit kröfuréttarsambands eða ógilding. Farið verður yfir ógildingarreglur samningalaga nr. 7/1936, reglur um brostnar forsendur og gerður samanburður við aðrar leiðir sem geta leitt til slita á kröfuréttarsambandi eins og riftun (sem verður farið nánar yfir í Fjármunarétti II), afpöntun, höfnun greiðslu o.fl. D. Efni kröfuréttinda Rætt um hugtakið greiðsla í kröfuréttarsambandi og mismunandi réttindi og skyldur aðila. Umfjöllun um muninn á aðal- og aukaskyldum með sérstakri áherslu á tillits- og trúnaðarskyldur. E. Aðilar kröfuréttarsambands. Rætt um innbyrðis stöðu fleiri skuldara og kröfuhafa að einu og sama kröfuréttarsambandinu og kröfuábyrgð. Viðfangsefnið er yfirgripsmikið. Mun því verða leitast við að setja námsefnið fram í raunhæfum búningi, með tilvísun til dómaframkvæmdar og raunhæfra álitaefna svo nemendur skilji betur þær grundvallarreglur sem verið er að fjalla um hverju sinni. Gerð verður krafa til þess að nemendur séu búnir að undirbúa sig vel fyrir tíma og séu reiðubúnir til að tjá sig munnlega um dóma og efni sem sett er fyrir hverju sinni.
Námsmarkmið
Að námskeiði loknu eiga nemendur að hafa til að bera eftirfarandi þekkingu, leikni og hæfni: -Þekking: Nemendur búi yfir almennum skilningi á gildandi rétti á framangreindum sviðum fjármunaréttar og tengslum við önnur réttarsvið, þar á meðal aðra hluta fjármunaréttar. Nemendur öðlist slíka þekkingu í gegn um heildaryfirsýn yfir þær réttarreglur sem gilda um þann hluta fjármunaréttar sem námskeiðið fjallar um. Jafnframt hafi nemendur vitneskju um nýjustu þekkingu á réttarsviðinu. -Leikni: Nemendur geti beitt aðferðum, verklagi og fræðilegri þekkingu lögfræðinnar á afmörkuðu sviði fjármunaréttar og tengt við önnur réttarsvið. Nánar tiltekið fá nemendur þjálfun í að greina fjármunaréttarleg álitaefni og leysa úr þeim á grundvelli lögfræðilegrar aðferðarfræði með rökstuddum og gagnrýnum hætti. Þá geti nemendur jafnframt metið áreiðanleika þeirra upplýsinga sem úrlausn álitaefnanna byggir á. -Hæfni: Nemendur geti hagnýtt þekkingu og leikni sína í fjármunarétti í starfi og/eða frekara námi. Nemendur hafi tileinkað sér sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð og geti tekið sjálfstæðar og faglegar ákvarðanir, bæði einir eða í samvinnu við aðra.
Námsmat
Ekkert skráð námsmat.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Fyrirlestrar og umræðu- og verkefnatímar.
TungumálÍslenska