Fjármunaréttur II - Kröfuréttur II

NámsgreinL-205-FJA2
Önn2
Einingar8
Skylda

Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
Undanfarar757,
Skipulag4 fyrirlestrar í viku auk umræðutíma
Kennari
Stefán A Svensson
Lýsing
A. Efndir kröfu / vanefndir Í þessum hluta verður fjallað um þá grundvallarreglu kröfuréttar að til þess að krafa teljist réttilega efnd þarf hún að hafa verið innt af hendi (i) á réttum tíma, (ii) á réttum stað og (iii) í réttu ásigkomulagi. Þannig verður fjallað um þær reglur sem gilda um greiðslutíma og greiðslustað. Undir þeirri umfjöllun verður vikið að hugtökunum greiðsludráttur, afhendingardráttur og viðtökudráttur. Farið verður samhliða yfir reglur um gjalddaga, eindaga og lausnardag krafna, reglur um heimild til gjaldfellingar kröfu og meginreglur um vexti og dráttarvexti. Að lokum verður undir þessum hluta fjallað um ásigkomulag greiðslu en undir þeirri umfjöllun verður vikið að reglum um galla, þar með talið reglum um réttarágalla. B. Vanefndaúrræði Í þessum hluta verður vikið að réttaráhrifum vanefnda og skilyrðum fyrir beitingu hinna mismunandi vanefndaúrræða sem aðilum kröfuréttarsambands eru tiltæk. Verður þannig vikið að þeim reglum sem gilda um riftun, efndir in natura, hald á eigin greiðslu, skaðabætur og afslátt og að samningsbundnum vanefndaúrræðum. C. Lok kröfuréttinda Í þessum hluta verður fjallað um þær reglur sem gilda um lok kröfuréttinda. Verður fyrst fjallað um þær reglur sem gilda um greiðslu kröfu en undir þeirri umfjöllun verður vikið að heimild aðila til að greiða kröfu að hluta, reglum um rétt til endurgreiðslu ofgreidds fjár og reglum um geymslugreiðslu. Síðan verður vikið að reglum um fyrningu kröfuréttinda, tómlæti, vanlýsingu og skuldajöfnuð. Leitast verður við að setja námsefnið fram í raunhæfum búningi, með tilvísun til dómaframkvæmdar og raunhæfra álitaefna svo nemendur skilji betur þær grundvallarreglur sem verið er að fjalla um hverju sinni. Gerð verður krafa til þess að nemendur séu búnir að undirbúa sig vel fyrir tíma og séu reiðubúin til að tjá sig munnlega um dóma og efni sem sett er fyrir hverju sinni. D. Aðilaskipti að kröfuréttarsambandi Umfjöllun um aðilaskipti (kröfuhafaskipti og skuldaraskipti) að almennum kröfum. Viðfangsefnið er yfirgripsmikið. Mun því verða leitast við að setja námsefnið fram í raunhæfum búningi, með tilvísun til dómaframkvæmdar og raunhæfra álitaefna svo nemendur skilji betur þær grundvallarreglur sem verið er að fjalla um hverju sinni. Gerð verður krafa til þess að nemendur séu búnir að undirbúa sig vel fyrir tíma og séu reiðubúin til að tjá sig munnlega um dóma og efni sem sett er fyrir hverju sinni en hluti af lokaeinkunn byggir á frammistöðu nemenda í tímum.
Námsmarkmið
Að námskeiði loknu eiga nemendur að: • Hafa öðlast góðan skilning á því hvað telst vera vanefnd í kröfuréttarsambandi • Kunna skil á hinum mismunandi vanefndaúrræðum sem aðilar geta gripið til vegna vanefnda. • Þekkja reglur um lok kröfuréttinda.
Námsmat
Verkefni (30%), skriflegt miðannarpróf (10%) og skriflegt lokapróf (60%)
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Fyrirlestrar og umræðutímar
TungumálÍslenska