Einkamálaréttarfar

NámsgreinL-302-EMRF
Önn3
Einingar8
Skylda

Ár2. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
Skipulag5 fyrirlestrar í viku
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
Fjallað verður um meginreglur einkamálaréttarfars, svo sem reglurnar um jafnræði málsaðila, munnlega málsmeðferð, opinbera málsmeðferð, milliliðalausa málsmeðferð, um forræði málsaðila á sakarefni máls og útilokunarregluna. Þá verður fjallað um uppbyggingu dómstólakerfisins á Íslandi, um héraðsdómara og almennt og sérstakt hæfi dómara. Þá verður fjallað um þær reglur sem gilda um rekstur einkamála frá útgáfu stefnu til uppkvaðningar dóms. Sérstaklega verður fjallað um stefnur og stefnubirtingu, varnarþing, aðild, fyrirsvar, hlutverk lögmanna, sakarefni, kröfugerð, sönnunarfærslu, þingfestingu mála, aðalmeðferð, samningu dóma og réttaráhrif þeirra. Loks verður vikið að málsskoti til Hæstaréttar. Lögð verður rík áhersla á að skoða réttarframkvæmd á sviði einkamálaréttarfs og fjöldi dóma tekinn til skoðunar.
Námsmarkmið
-Þekking: Að námskeiðinu loknu eiga nemendur að búa yfir staðgóðri þekkingu á dómstólakerfinu og hlutverki þess og kunna góð skil á meginreglum einkamálaréttarfars. Þá eiga nemendur að kunna góð skil á þeim reglum sem gilda um störf dómara, undirbúning málshöfðunar, form og efni stefnu og greinargerðar, svo sem um aðild, kröfugerð og sakarefnið. Loks eiga nemendur að hafa mikla þekkingu á meðferð einkamáls fyrir dómstólum frá þingfestingu til dómsuppsögu og kunna góð skil á hlutverki lögmanna, réttindum þeirra og skyldum. -Leikni: Að námskeiðinu loknu eiga nemendur að hafa umtalsverða leikni í að beita ákvæðum dómstólalaga og réttarfarsákvæðum við úrlausn raunverulegra álitaefna á sviði einkamálaréttarfars. -Hæfni: Að námskeiðinu loknu eiga nemendur að búa yfir hæfni til að nýta þekkingu í einkamálaréttarfari til að móta aðild og kröfugerð í algengum tegundum einkamála og hæfni til að túlka réttarfarreglur og beita þeim við gerð málflutningsskjala og við úrlausn annarra viðfangsefna á sviði einkamálaréttarfars.
Námsmat
Úrlausn raunhæfra verkefna og gerð málflutningsskjala 50%. Skriflegt lokapróf 50%. Lágmarkseinkunn á námskeiðinu er 5,0. Einnig þarf að ná 5,0 á skriflegu lokaprófi.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Fyrirlestrar, umræðutímar, málþing með þátttöku nemenda, raunhæf verkefni og heimsóknir á dómstóla.
TungumálÍslenska