Evrópuréttur

NámsgreinL-403-EVRO
Önn3
Einingar8
Skylda

Ár2. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
Skipulag5 fyrirlestrar í viku
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
Í fyrri hluta námskeiðsins er fjallað um uppruna Evrópusambandsins og helstu þróunardrætti. Þá er stofnunum sambandsins auk stofnunum EES-samningsins gerð skil. Ítarlega er fjallað um grundvallarþætti EES-réttarkerfisins; bein og óbein réttaráhrif, forgangsáhrif og bótaábyrgð ríkisins. Þá eru ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins tekin sérstaklega fyrir. Í seinni hluta námskeiðsins verður farið yfir grundvallarþætti innri markaðar ESB og EES, þ.e. frjáls vöruviðskipti, frjálsa þjónustustarfsemi og frjálst flæði fólks. Að lokum er ljósi varpað á stjórnskipuleg álitamál við framkvæmd EES-samningsins.
Námsmarkmið
-Þekking: Að námskeiði loknu eiga nemendur að búa yfir almennum skilningi og innsæi hvað varðar helstu hugtök og kenningar EES-réttarins og hafa náð góðum tökum á grundvallarþáttum réttarkerfis EES-samningsins. Jafnframt að skilja tengsl Evrópuréttar og íslensks réttar í gegnum EES-samninginn. Þá eiga nemendur að hafa öðlast góðan skilning á fjórfrelsinu.- Leikni: Við lok námskeiðs á nemandi að geta beitt aðferðum og verklagi lögfræðinnar á sviði EES-réttarins og geta tengt við önnur svið eftir atvikum. Nemandi öðlast slíka leikni með að því að leysa úr álitaefnum á sviði EES-réttar með rökstuddum og gagnrýnum hætti, m.a. með raunhæfum verkefnum og verkefnavinnu-Hæfni: Við lok námskeiðs geti nemandi hagnýtt þekkingu og leikni sína í EES-rétti í starfi og/eða til frekara náms. Þessa hæfni öðlast nemandinn með því að tileinka sér sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð, auk þess að vinna á virkan hátt í samstarfi við aðra.
Námsmat
Raunhæft verkefni 30%, önnur verkefnavinna 10%, lokapróf 60%
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Fyrirlestrar, málstofur og umræðutímar.
TungumálÍslenska