Verðbréfamarkaðsréttur

NámsgreinL-501-VERB
Önn5
Einingar8
Skylda

Ár3. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
Skipulag5 fyrirlestrar í viku
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
Verðbréfamarkaðsréttur (e. capital market law), sem hefur einnig verið nefndur viðskipti með fjármálagerninga, fjallar með heildstæðum hætti um þær reglur sem gilda um viðskipti með fjármálagerninga á verðbréfamörkuðum. Réttarsviðið hefur tekið miklum breytingum á síðastliðnum árum, en stærsti hluti þessara breytinga er tilkominn vegna innleiðinga Íslands á regluverki frá Evrópusambandinu í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Þróunin hefur gert það að verkum að nauðsynlegt er að þekkja ekki einungis innlendu reglurnar heldur einnig Evrópulöggjöfina sem liggur til grundvallar og hugmyndafræðinni að baki reglunum. Í því felst einnig að öðlast þekkingu og hæfni í að leita að réttarheimildum í gagnagrunnum á Íslandi og hjá Evrópusambandinu og EFTA.Meginumfjöllunarefni námskeiðsins er eftirfarandi:
  • Grunnþættir verðbréfamarkaðsréttar: Hvað er verðbréfamarkaðsréttur? Réttarheimildir
  • Viðskipti með fjármálagerninga: Hugtakið fjármálagerningur. Viðskiptavettvangar. Skráning á markað og almenn útboð. Framkvæmd viðskipta á markaði. Gagnsæi á markaði. Viðskiptavakt
  • Eftirlit með verðbréfamörkuðum: Íslenskt og evrópskt fjármálaeftirlit
  • Heimild til verðbréfaviðskipta
  • Fjárfestavernd: Fjárfestavernd og viðskiptahættir fjármálafyrirtækja
  • Upplýsingaskylda: Reglubundin upplýsingaskylda, upplýsingaskylda vegna innherjaupplýsinga og flöggun
  • Markaðssvik: Innherjasvik og markaðsmisnotkun
  • Yfirtaka
  • Viðurlög við brotum á verðbréfamarkaði: Stjórnvaldssektir. Sektir og fangelsi
Námsmarkmið
-Þekking: Við lok námskeiðsins búi nemandi yfir almennum skilningi og þekkingu á helstu réttarreglum og fræðilegum viðfangsefnum verðbréfamarkaðsréttar. Nemandi á að þekkja merkingu hugtakanna fjármálagerningur og verðbréf og hvernig þessi hugtök eru notuð í íslenskum lögum. Nemandi á að skilja hvernig verðbréfamarkaður virkar og hvaða hlutverk viðskipti með fjármálagerninga hafa á þeim markaði. Nemandi á að þekkja helstu stofnanir og aðila á verðbréfamarkaði og skilja hlutverk þeirra. Nemandi á jafnframt að þekkja þær reglur sem gilda um viðskipti með fjármálagerninga á verðbréfamarkaði og tengsl þeirra við aðra löggjöf.-Leikni: Við lok námskeiðsins geti nemandi beitt aðferðum og verklagi lögfræðinnar á sviði verðbréfamarkaðsréttar, tileinkað sér viðeigandi vinnubrögð og geti skilið og tekist á við viðfangsefni á því sviði. Nemandi á að vera fær um að leysa úr raunhæfum álitaefnum sem reynir á í tengslum við verðbréfaviðskipti og samskipti fjárfesta við fjármálafyrirtæki og eftirlitsaðila.-Hæfni: Við lok námskeiðs geti nemandi hagnýtt þekkingu og leikni sína í verðbréfamarkaðsrétti í starfi og/eða frekara námi. Nemandi hafi hafi þróað með sér hæfni og sjálfstæð vinnubrögð fyrir frekara nám innan réttarsviðsins. Nemandi geti unnið sjálfstætt og skipulega, sett sér markmið, tekið virkan þátt í samstarfi og túlkað og kynnt fræðileg atriði og rannsóknarniðurstöður á þessu sviði.
Námsmat
Verkefni (40%) og lokapróf (60%).
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Fyrirlestrar, umræður og raunhæf verkefni.
TungumálÍslenska