Skattaréttur

NámsgreinL-502-SKAT
Önn5
Einingar8
Skylda

Ár3. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
Skipulag5 fyrirlestrar í viku
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um hugtakið skattur, skilsmun á sköttum og þjónustugjöldum, réttarheimildir í skattarétti, skatta og stjórnarskrá, lögskýringar í skattarétti, hugtökin skattafyrirhyggju og skattasniðgöngu, skattastjórnsýsluna, málsmeðferðarreglur í skattarétti, skattskylda aðila, skattlagningu mismunandi félagsforma, einstaklinga í atvinnurekstri, breytingu á rekstrarformum, hugtökin atvinnurekstur og gerviverktöku, skattlagningu einstaklinga, skattlagningu lögaðila, atvinnurekstrartekjur, frádrátt frá atvinnurekstrartekjum, fyrningu og niðurfærslu eigna, samsköttun, samruna og skiptingu félaga, skattlagningu söluhagnaðar, fjármagnstekjuskatt, virðisaukaskatt. Einnig verður fjallað um takmarkaða og ótakmarkaða skattskyldu, og alþjóðlegur skattaréttur verður kynntur fyrir nemendum.
Námsmarkmið
-Þekking: Að námskeiði loknu eiga nemendur að: Hafa öðlast dýpri þekkingu á gildissviði skattalaga, reglugerða og lögskýringargagna og fengið þjálfun í að beita skattalögum hvort sem er útfrá sjónarhorni lögmennsku, á sviði stjórnsýslunnar, við skattaráðgjöf eða í tengslum við aðra hagsmunagæslu. -Leikni: Að námskeiði loknu eiga nemendur að: - geta gert sér grein fyrir sérstakri stöðu skattareglna gagnvart stjórnarskrá lýðveldisins Íslands - geta gert sér grein fyrir hinum mikilvægu málsmeðferðarreglum skattalaga og hlutverki hvers stjórnvalds innan skattastjórnsýslunnar - geta beitt skattalögum og reglum við úrlausn raunhæfra verkefna vegna skattlagningar einstaklinga og lögaðila - geti greint álitaefni um einstök viðfangsefni námskeiðsins, rætt um þau af skilningi og tekið rökstudda afstöðu. -Hæfni: Að námskeiði loknu eiga nemendur að: Vera færir um að nota námsefni sem grundvöll sjálfstæðrar umfjöllunar um efni sem vekur sérstaka athygli þeirra eða áhuga.
Námsmat
Verkefni 40% og lokapróf 60% .
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Fyrirlestrar
TungumálÍslenska