Þjóðaréttur

NámsgreinL-503-THJR
Önn5
Einingar8
Skylda

Ár3. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
Skipulag5 fyrirlestrar í viku
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
Í námskeiðinu er fjallað um grunnatriði þjóðaréttar, m.a. réttarheimildir, tengsl þjóðaréttar og landsréttar, þjóðréttaraðila, gerð og túlkun þjóðréttarsamninga, beitingu vopnavalds og ábyrgð ríkja. Þá er fjallað um úrlausn deilumála og lögsögu alþjóðadómstóla. Í seinni hluta námskeiðsins verður farið yfir grunnreglur valinna sérsviða innan þjóðaréttar t.d. beitingu vopnavalds, hafréttar og alþjóðaviðskipta.
Námsmarkmið
Að námskeiði loknu eiga nemendur að hafa öðlast tiltekna þekkingu, hæfni og leikni: -Þekking: Eftir að hafa setið námskeiðið eiga nemendur að hafa öðlast þekkingu á grunnreglum þjóðaréttar, s.s. réttarheimildum hans og túlkunarsjónarmið. Þeir eiga að þekkja mismunandi eðli þjóðaréttar og landsréttar og vita hver tengsl þessara réttarsviða eru. Auk þess eiga þeir að hafa þekkingu á reglum um úrlausn deilumála í þjóðarétti, einkum og sér í lagi um alþjóðlega dómstóla og lögsögu þeirra. Auk þess eiga nemendur að þekkja grunnreglur og sjónarmið valinna sérsviða þjóðaréttar. -Hæfni: Að námskeiði loknu eiga nemendur að geta beitt þjóðarétti á alþjóðleg málefni. Þetta felur m.a. í sér að nemendur geti fundið, túlkað og beitt frumréttarheimildum þjóðaréttar. Þar að auki eiga nemendur að geta beitt reglum þjóðaréttar þegar þeir vinna að verkefnum með alþjóðlegri vídd. -Leikni: Að námskeiði loknu eiga nemendur að hafa þekkingu og hæfni til að beita þjóðarétti og getu til að nema hann frekar. Þetta felur í sér að nemendur hafi (1) þróað leikni og sjálfstæði til frekara náms í þjóðarétti; (2) getu til að vinna sjálfstætt og skipulega að verkefnum á sviði þjóðaréttar; og (3) getu til að túlka, skýra og kynna þjóðréttarleg álitaefni.
Námsmat
30% hópverkefni, 30% ritgerð og 40% lokapróf.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Fyrirlestrar, umræður, hópavinna og þjóðréttarlottóið.
TungumálÍslenska