Sakamálaréttarfar

NámsgreinL-605-SARE
Önn6
Einingar7,5
Skylda

Ár3. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagFjórir fyrirlestrar í viku
Kennari
Halldóra Þorsteinsdóttir
Sindri M Stephensen
Lýsing
Fjallað verður um skipan ákæruvalds og meðferð þess, meginreglur sakamálaréttarfars, rannsókn sakamála og skilyrði þvingunarráðstafana. Þá verður fjallað um útgáfu ákæru, störf sækjenda og réttarstöðu sakbornings og verjanda sem og brotaþola og réttargæslumanns. Jafnframt verður farið yfir málsmeðferð fyrir dómi,sönnunargögn, sönnunarmat og samningu dóms. Þá verður fjallað um málskot til Hæstaréttar. Einnig verður fjallað um tengsl sakamálaréttarfars og mannréttindaverndar. Lögð verður rík áhersla á að skoða réttarframkvæmd á sviði sakamálaréttafars og fjöldi dóma tekinn til skoðunar.
Námsmarkmið
-Þekking: Að námskeiði loknu eiga nemendur að hafa öðlast trausta þekkingu á meginreglum sakamálaréttarfars og þeim reglum öðrum sem gilda við rannsókn sakamála, þ. á m. þvingunarráðstöfunum í þágu meðferðar sakamáls, meðferð ákæruvalds og meðferð sakamála fyrir dómi. Jafnframt eiga nemendur að hafa öðlast staðgóða þekkingu á réttarstöðu sakborninga og brotaþola og hlutverki og verkefnum lögreglu, ákæruvalds, dómara, verjenda og réttargæslumanna við meðferð sakamála frá upphafi rannsóknar til dómsuppsögu. -Leikni: Að námskeiðinu loknu eiga nemendur að hafa umtalsverða leikni í að beita réttarfarsákvæðum við úrlausn raunverulegra álitaefna á sviði sakamálaréttarfars. -Hæfni: Að námskeiðinu loknu eiga nemendur að búa yfir hæfni til að nýta þekkingu í sakamálaréttarfari til að rita ákæru í algengri tegund sakamála og til að túlka og beita reglum sakamálaréttarfars við úrlausn annarra viðfangsefna á umræddu sviði.
Námsmat
Ritgerð 20%, raunhæft hópverkefni 30% og skriflegt lokapróf 50%. Lágmarkseinkunn á námskeiðinu er 5,0. Einnig þarf að ná 5,0 á skriflegu lokaprófi.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Fyrirlestrar, raunhæf verkefni og umræður um dóma og önnur afmörkuð viðfangsefni svo og heimsóknir til lögreglu og dómstóla.
TungumálÍslenska