Aðferðafræði II: Lagakenningar

NámsgreinL-609-ALRE
Önn6
Einingar7,5
Skylda

Ár3. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
Skipulag4 tímar í viku, fyrirlestrar, verkefna- og umræðutímar
Kennari
Hafsteinn Dan Kristjánsson
Lýsing
  Lýsing: Í námskeiðinu er fjallað um heimsspekilegan grunn lögfræðilegrar aðferðarfræði. Gerð er grein fyrir hugmyndasögu réttarheimspekinnar auk þess sem tæpt er á helstu straumum og stefnum í nútímanum. Fjallað er um siðfræði og tengsl hennar við lögfræðilega aðferðafræði. Þá verða raktir helstu þróunardrættir réttarsögu Íslands frá landnámi til vorra daga og vikið að meginþáttum Rómarréttar.    
Námsmarkmið
Lærdómsviðmið: -Þekking: Stúdentar eiga að þekkja helstu stefnur og strauma í réttarheimspeki, grundvallarkenningar siðfræðinnar og hvernig þær tengjast og hafa áhrif á lagalega aðferðafræði. Stúdentar eiga aukinheldur að hafa öðlast þekkingu á grundvallarþáttum réttarsögunnar. -Leikni: Að loknu námskeiðinu eiga stúdentar að geta sett fram einfaldar rannsóknarspurningar og gert áætlun um hvernig hægt sé að svara slíkum spurningum með vísan til tiltekinnar vísindalegrar aðferðafræði. Þá hafi stúdentar öðlast færni í að setja lögfræðileg álitamál í réttarsögulegt samhengi. -Hæfni: Að námskeiðinu loknu eiga stúdentar að hafa skilning á því hvernig lögin í hagnýtum skilningi og lögfræðin sem fræðigrein tengjast grunnhugmyndum á sviði félags- og hugvísinda. Skilningur á þessum tengingum leiðir í ljós að lögin eru ekki einungis stafur á bók heldur hluti aldagamallar vísindahefðar um réttlátt skipulag þjóðfélags. Stúdentar hafi aukinheldur öðlast skilning á helstu þróunardráttum í réttarsögu; hvert lög og réttarhugmynd samtímans rekja rætur sínar.  
Námsmat
Námsmat: Umræðutímar og verkefni 30%, ritgerð 30%, munnlegt lokapróf 40%.  
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Fyrirlestrar, verkefnavinna og umræðutímar.
TungumálÍslenska