BA ritgerð

NámsgreinL-611-BACR
Önn6
Einingar15
SkyldaNei

Ár3. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagHaldið verður námskeið um ritun ritgerða í upphafi annar. Skyldumæting er á námskeiðið. Sjá frekari upplýsingar í tímaáætlun BA ritgerða. Einnig ber nemendum að kynna ritgerðarefni sitt í lok annar.
Kennari
Guðmundur Sigurðsson
Kristína Benedikz
Lýsing
Sérstakt BA-verkefni getur komið í stað tveggja valgreina. Verkefnið skal vega 15 ECTS og uppfylla eftirfarandi skilyrði: - fjalla um lögfræðilegt viðfangsefni eða viðfangsefni sem tekur til lögfræðilegra álitaefna auk álitaefna á öðrum fræðasviðum og sem tilefni er til að fjalla um á þeim tíma sem ritgerðin er skrifuð - fela í sér fræðilega notkun frumheimilda og afleiddra heimilda eftir því sem viðfangsefni ritgerðarinnar gefur tilefni til - uppfylla þau markmið sem nemandinn hefur sett sér áður en vinnan hófst og leiðbeinandi hefur fallist á. Markmiðin skulu koma skýrt fram í inngangi ritgerðarinnar - efnistökin skulu vera með þeim hætti að ljóst sé að ekki liggi færri en 375-450 vinnustundir að baki ritgerðinni. • Lengd ritgerðarinnar skal vera á bilinu 12.500-15.000 orð.
Námsmarkmið
Að ritgerðaskrifum loknum er miðað við að nemendur -Þekking: - hafi þekkingu á kenningum og hugtökum lögfræðinnar og nýti þau í ransókninni. - geti dregið saman stöðu þekkingar og færni um afmarkaða spurningu. - geti aflað sér upplýsinga um tiltekið lögfræðilegt efni, metið þær og borið saman. - hafi vald á lögfræðilegu tungutaki. -Leikni: - geti dregið ályktanir af þeim heimildum sem fyrir liggja um ákveðið efni og sett þær í samhengi við stöðu þekkingar og færni á sviðinu. - geti rökstutt niðurstöður sínar. - hafi tileinkað sér víðsýni í nálgun sinni á viðfangsefnið -Hæfni: - geti unnið sjálfstæða rannsókn á afmörkuðu lögfræðilegu viðfangsefni. - geti kynnt niðurstöður slíkrar rannsóknar í skýru mæltu og rituðu máli.
Námsmat
Kynning á ritgerðarefni í byrjun apríl (skyldumæting á kynningu). Ritgerð 100%. Deildarforseti skipar prófdómara og skulu leiðbeinandi og prófdómari sameiginlega leggja mat á ritgerð nemanda. Séu leiðbeinendur fleiri en einn, leggja þeir sameiginlega mat á ritgerðina og er þá ekki þörf á prófdómara. Einkunn skal gefin fyrir ritgerðina með sama hætti og fyrir námskeið við lagadeild.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Engin skráð kennsla.
TungumálÍslenska