Aðferðafræði

NámsgreinL-700-ADFE
Önn2
Einingar0
SkyldaNei

Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2023
Stig námsgreinar4. Framhaldsnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagKennt síðdegis og á laugardögum frá miðjum ágúst til október. Samtals 32 kennslustundir.
Kennari
Andri Árnason
Lýsing
Fjallað verður ítarlega um réttarheimildir og beitingu þeirra við úrlausn lögfræðilegra viðfangsefna svo og um lögskýringar. Veruleg áhersla er lögð á að nemendur öðlist þekkingu á eðli og þýðingu einstakra réttarheimilda, samspili þeirra og vægi, þ.m.t. þegar leitast er við að komast að lögfræðilegum niðurstöðum í einstökum álitamálum. Að sama skapi er lögð áhersla á að nemendur öðlist þekkingu á viðurkenndum aðferðum við skýringu settra laga. Í kennslu verður stuðst við dóma og raunhæf verkefni til skýringar á einstökum atriðum og áhersla lögð á að þjálfa með nemendum sjálfstæð og gagnrýnin vinnubrögð. A-hluta námskeiðsins er ætlað að leggja grunn að frekara námi og rannsóknum á sviði lögfræði. Nemendum stendur til boða að sitja B-hluta aðferðafræðinámskeiðsins sem grunnnemendum ber að sitja á fyrsta námsári. Tímasetning verður auglýst síðar. Lýsing á B-hluta: Fjallað verður um íslenskar lögfræðiupplýsingar með mikilli áherslu á rarænan aðgang að þeim og áhersla lögð á Lagasafnið, þingskjöl og umræður Alþingistíðinda, Stjórnartíðindi og Hæstaréttardóma. Einnig verður fjallað um aðra íslenska lykilupplýsingavefi í lögfræði. Kennt verður hvernig leitað er að lagagögnum í og prentuðum útgáfum Alþingis- og Stjórnartíðinda og Hæstaréttardómum. Fjallað verður um rafræna útgáfu danskra laga- og dómasafnsins Karnov og Ugeskrift for retsvæsen, og nemendum kennt að leita í þeim. Nemendur kynnast vefbókasafni HR og læra að leita að bókum og greinum um lögfræðileg efni í bókasafnskerfinu Gegni. Einnig verða nemendur þjálfaðir í lögfræðilegri röksemdafærslu og skrifum. Að lokum verður farið í grundvallaratriði þess að setja saman ritgerð og vinna með heimildir í lögfræði. B-hluta námskeiðsins er ætlað að leggja hagnýtan grunn að náminu.
Námsmarkmið
Að nemendur þekki megineinkenni íslenska réttarkerfisins • þekki einstakar réttarheimildir, vægi þeirra og samspil, þ.m.t. við úrlausn raunhæfra viðfangsefna • þekki markmið lögskýringa og gögn, aðferðir og sjónarmið sem horft er til við skýringu laga.
Námsmat
Lokapróf 100% munnlegt. Lágmarkseinkunn er 6.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Fyrirlestrar, verkefna- og umræðutímar.
TungumálÍslenska