Stærðfræði I

NámsgreinT-101-STA1
Önn20241
Einingar6
Skylda

Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagKennt í 12 vikur - 4 fyrirlestrar og 2 dæmatímar vikulega Vikuleg skilaverkefni. Vikulegir viðtals/hjálpartímar.
Kennari
Ingunn Gunnarsdóttir
Lýsing
Stig námskeiðs: 1. Grunnnám, grunnnámskeið.
Tegund námskeiðs: Skyldunámskeið fyrir allar námsbrautir í verkfræði.
Nauðsynlegir undanfarar: Engir undanfarar.

Námskeiðið fjallar um stærðfræðigreiningu raungildra falla af einni breytistærð. Auk þess er farið í undirstöðureikning með tvinntölum. Umfjöllun verður um mikilvægustu föllin og eiginleika þeirra, hér undir; markgildi, samfelldni, diffrun, heildun, línulega nálgun og Taylor-margliður.  Að auki skoðum við nokkrar einfaldar diffurjöfnur og lærum um þrepun.  Áhersla er lögð á að nemendur tileinki sér stærðfræðilega táknanotkun og geti skilið og beitt stærðfræðilegri röksemdafærslu.Lesefni: Robert A. Adams, Calculus, A Complete Course. Fyrirlestrarglósur frá kennara.
Námsmarkmið
Þekking: Stefnt er að því að nemendur geti:
•    sett fram helstu skilgreiningar námskeiðsins, t.d. hvenær markgildi er til í punkti, formúlu fyrir Taylor margliður og hvað útgildi er,
•    endursagt mikilvægustu setningar námskeiðsins: Höfuðsetningu stærðfræðigreiningarinnar, Milligildissetninguna og Meðalgildissetninguna.

Leikni: Stefnt er að því að nemendur geti:
•    ákvarðað helstu eiginleika falla af einni breytistærð,  t.d. fundið markgildi og hvort fall er andhverfanlegt,
•    reiknað afleiður, stofnföll og Taylor margliður, 
•    leyst einfaldar diffurjöfnur, m.a. annars stigs diffurjöfnur með fastastuðlum,
•    framkvæmt einfalda útreikninga með tvinntölum,
•    beitt þrepun og helstu setningum námsefnisins þegar þær eiga við.Hæfni: Stefnt er að því að nemendur geti:
  • beitt stærðfræðilegri röksemdarfærslu og táknanotkun við uppsetningu lausna úr námsefninu.
  • metið hvaða aðferð á við hverju sinni til að leysa verkefni í stærðfræðigreiningu.
  • notað hugbúnað (t.d. Matlab) við lausn verkefna í námsefninu.
Námsmat
Námsmat er byggt á eftirfarandi þáttum:Skiladæmi, þáttaka í vinnutímum, hlutapróf og skriflegt lokapróf. Standast þarf lokapróf námskeiðsins. Nánari upplýsingar birtast í Canvas.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Kennt í 12 vikur. Fyrirlestrar og dæmatímar auk vinnutíma nemenda. Tímadæmi, heimadæmi og hlutapróf.
TungumálÍslenska