Tölvuhögun

NámsgreinT-107-TOLH
Önn20243
Einingar6
Skylda

Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Gylfi Þór Guðmundsson
Lýsing
Markmiðið í þessu námskeiði er að miðla þekkingu um hvernig tölvur virka, með sérstaka áherslu á það sem skiptir máli fyrir forritara. Farið verður í hvernig örgjörvar virka, hvernig þeir nýta sér tvíundarkerfi til útreikninga og hvernig tölur, sem og önnur gögn, eru táknuð í tvíundarkerfi (e. binary). Nemendur kynnast því að lesa x86_64 smalamál. Einnig læra nemendur hvernig forrit hlaðast í og nota minni (gisti, flýtiminni, vinnsluminni o.s.frv.). Nemendur læra að nota algengar skipanir í skipanalínu.
Námsmarkmið
  • Geti lýst uppbyggingu tölvubúnaðar með tilliti til grunneininga, t.a.m. örgjörva, inntaks/úttaks (I/O), minnismeðhöndlunar og stýrikerfis.
  • Geti útskýrt hvað forrit eru og hvernig þau keyra á vélbúnaðinum.
  • Geti útskýrt forrit sem skrifuð eru í x86_64 smalamáli.
  • Geti lýst ítarlega hvernig gögn, þar með talið heiltölur, eru sett fram, vistuð og sótt í tölvukerfum.
  • Öðlist grundvallar þekkingu á UNIX / Linux stýrikerfinu.
  • Geti skrifað og útskýrt einföld forrit á x86_64 smalamáli.
  • Geti baksmalað (e. disassemble), rakið (e. trace) og framkvæmt einfalda aflúsun á forritum sem skrifuð eru í x86_64 smalamáli.
  • Geti skrifað og aflúsað einföld forrit í C forritunarmálinu.
  • Geti notað grunntól í skipanalínu (e. command line) fyrir einfaldar aðgerðir í Linux eða öðrum UNIX-stýrikerfum.
  • Geti útfært einfaldar stærðfræðiaðgerðir með notkun tvíundaaðgerða (e. binary operators).

Námsmat

Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir

TungumálÍslenska