Forritun

NámsgreinT-111-PROG
Önn20243
Einingar6
Skylda

Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Kári Halldórsson
Lýsing
Þetta er inngangsnámskeið í forritun með Python. Fjallað er um grunneiningar í forritun, t.d. breytur, tög, stýriskipanir og föll. Jafnframt er lögð áhersla á innbyggðar gagnagrindur eins og strengi, lista og uppflettitöflur. Hugtakið klasi er kynnt og hvernig það styður við hjúpun og upplýsingarhuld í hlutbundinni forritun. Nemendur læra að nota bæði samþætt þróunarumhverfi og skipanaham til að þróa og keyra forrit.
Námsmarkmið
Nemandinn geti:
  • Greint og útskýrt virkni einfaldra forrita sem nota eftirfarandi grunneiningar: breytur, tög, segðir og gildisveitingar, einfalt inntak/úttak, stýriskipanir, söfn og föll.
  • Greint og útskýrt og virkni einfaldra forrita sem nota klasa.
  • Lýst hvað felst í hugtökunum hjúpun, upplýsingahuld og hugrænt gagnatag og hvernig klasar styðja við ofangreind hugtök.
  • Skilið muninn á yfirlýsingu og útfærslu.
  • Rætt mikilvægi algríms við lausn vandamála og hvernig vandamál geti verið leyst með mismunandi algrímum
Nemandinn geti:
  • Notað skipanalínu og samþætt þróunarumhverfi (IDE) til að þróa og keyra forrit.
  • Hannað, útfært, prófað, aflúsað og breytt forriti sem notar eftirfarandi grunneiningar í forritun: breytur, tög, segðir og gildisveitingar, einfalt inntak/úttak, skilyrðissetningar, lykkjur, söfn og föll.
  • Valið viðeigandiskilyrðissetningar og lykkjur fyrir tiltekið verkefni.
  • Beitt ofansækinni hönnun til að brjóta forrit upp í smærri einingar.
  • Hannað, útfært, prófað, aflúsað og breytt forriti sem notar klasa.
  • Geti búið til algrím til að leysa einfalt vandamál.
Nemandinn geti:
  • Hannað og þróað forrit fyrir vandamál sem er lýst á almennan hátt.
Námsmat

Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir

TungumálÍslenska