Forritun 1C

NámsgreinT-116-PRGC
Önn20241
Einingar2
SkyldaNei

Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagAlmennt um námskeiðin: Forritun 1A, Forritun 1B og Forritun 1C: Námskeiðin Forritun 1A, Forritun 1B og Forritun 1C eru hvert um sig 2 ECTS einingar. Nemandi sem lýkur þessum þremur námskeiðum hefur lokið lærdómsviðmiðum sem jafngilda lærdómsviðmiðum námskeiðins T-111-Forritun. Nemandi fær því ekki metið til eininga bæði námskeiðið T-111-Forritun og einhver af framangreindum námskeiðum.
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
Námskeiðin Forritun 1A, Forritun 1B og Forritun 1C eru hvert um sig 2 ECTS einingar. Nemandi sem lýkur þessum þremur námskeiðum hefur lokið lærdómsviðmiðum sem jafngilda lærdómsviðmiðum námskeiðins T-111-Forritun. Nemandi fær því ekki metið til eininga bæði námskeiðið T-111-Forritun og einhver af framangreindum námskeiðum.
Námsmarkmið
Þekking: Nemandinn geti: •Greint og útskýrt virkni einfaldra forrita sem nota eftirfarandi grunneiningar: breytur, tög, segðir og gildisveitingar, einfalt inntak/úttak, stýriskipanir, söfn, grunnatriði skráavinnslu og föll. •Greint og útskýrt og virkni einfaldra forrita sem nota klasa. •Lýst hvað felst í hugtökunum hjúpun, upplýsingahuld og hugrænt gagnatag og hvernig klasar styðja við ofangreind hugtök. •Skilið muninn á yfirlýsingu og útfærslu. •Rætt mikilvægi algríms við lausn vandamála og hvernig vandamál geti verið leyst með mismunandi algrímum Leikni: Nemandinn geti: •Notað skipanalínu og samþætt þróunarumhverfi (IDE) til að þróa og keyra forrit. •Hannað, útfært, prófað, aflúsað og breytt forriti sem notar eftirfarandi grunneiningar í forritun: breytur, tög, segðir og gildisveitingar, einfalt inntak/úttak, skilyrðissetningar, lykkjur, söfn og föll. •Valið viðeigandi skilyrðissetningar og lykkjur fyrir tiltekið verkefni. •Beitt ofansækinni hönnun til að brjóta forrit upp í smærri einingar. •Hannað, útfært, prófað, aflúsað og breytt forriti sem notar klasa. •Geti búið til algrím til að leysa einfalt vandamál. Hæfni: Nemandinn geti: •Hannað og þróað forrit fyrir vandamál sem er lýst á almennan hátt. Undanfarar: Forritun 1B
Námsmat
Á námstíma tekur nemandinn rafræn krossapróf (stuttpróf) og leysir verkefni í forritun. Hann þarf að standast rafrænu krossaprófin og einnig að vera fær um að útskýra virkni forritunarlausna sem hann skilar. Að því loknu hefur nemandi sýnt fram á að hann hafi lokið lærdómsviðmiðum með einkunn 5.0. Síðan tekur nemandi lokapróf sem ákvarðar hvar á bilinu frá 5.0 – 10.0 einkunnin er. Leitast er við að nemandi geti tekið lokapróf sem allra fyrst eftir að hann hefur lokið símati. Því er boðið upp á lokapróf að minnsta kosti aðra hverja viku á námstíma, hugsanlega oftar.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Námskeiðið er hannað með það að markmiði að nemandi taki námskeiðið á þeim hraða sem honum hentar. Á námstíma fer fram símat en einnig er tekið lokapróf þegar nemandi hefur lokið símati. Námskeiðið er kennt í staðarnámi, mæting tvisvar í viku, 4 kennslustundir í hvort sinn á almennum kennslutíma sem er á milli 8:30 og 16:30. Nemandi þarf að mæta að jafnaði í kennslustundir til að standast símat. Kennsla og námskeiðsgögn eru á íslensku. Kennsla fer fram á 12 vikna tímabili á haustönn. Hafi nemandi ekki lokið námskeiðinu á 12 vikna tímabilinu getur hann einnig lokið því á þriggja vikna tímabilinu á haustönn.
TungumálÍslenska