Strjál stærðfræði I

NámsgreinT-117-STR1
Önn20243
Einingar6
Skylda

Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Harpa Guðjónsdóttir
Lýsing
Aðalviðfangsefni þessa námskeiðs er ýmiskonar stærðfræði sem er undirstaða skilnings á grundvallaratriðum í tölvunarfræði. Fjallað er um nokkra efnisflokka og efnið jafnóðum tengt við hagnýt verkefni. Meðal efnisflokka eru eftirfarandi: rökfræði, mengjafræði, föll, vensl, fylkjareikningur, þrepun, talningarfræði og netafræði.
Námsmarkmið
  • Kunni skil á ýmsum efnisflokkum í strjálli stærðfræði sem eru nauðsynlegir til skilnings á tölvunarfræði.
  • Hafi kynnst grunnhugtökum í yrðingarökfræði og umsagnarökfræði.
  • Hafi kynnst formlegum röksemdafærslum. Kunni skil á undirstöðuaðgerðum í mengjafræði.
  • Þekki grunneiginleika fyrir föll og sér í lagi lograföll, vísisföll, gólffall og loftfall.
  • Hafi lært frumatriði í fylkjareikningi.
  • Hafi vald á frumatriðum í talningarfræði.
  • Hafi kynnst grunnatriðum um rakningarformúlur.
  • Þekki undirstöðuhugtök um vensl. Þekki undirstöðuhugtök í netafræði, þar á meðal um Euler og Hamilton vegi, stystu leið í neti og litun neta.
  • Geti sett upp sanntöflur, beitt grunnreglum í yrðingarökfræði og notað kvantara.
  • Geti búið til beinar og óbeinar sannanir.
  • Geti sannað reglur með þrepasönnun og búið til þrepunarskilgreiningar.
  • Geti búið til einfaldar mengjasannanir.
  • Geti reiknað einföld dæmi um lograföll, vísisföll, gólffall og loftfall.
  • Geti beitt einföldum reikniaðgerðum, þar á meðal margföldun, fyrir talnafylki og rökfylki.
  • Geti leyst einföld dæmi um talningu staka í endanlegum mengjum, t.d. með umröðunum og samtektum.
  • Geti sett fram rakningarformúlur.
  • Geti beitt rakningarformúlum til að leysa ýmis konar orðadæmi.
  • Geti skorið úr um grunneiginleika vensla, þar á meðal fyrir jafngildisvensl.
  • Geti reiknað dæmi úr netafræði, þar á meðal um Euler og Hamilton vegi og talningu vega.
  • Geti beitt reikniriti Dijkstra til að finna stystu leið í neti.
  • Geti fundið litatölu fyrir ýmis net.
  • Geti beitt netafræði til að leysa tilteknar gerðir hagnýtra verkefna.
  • Geti beitt rökfræði til að greina röksemdafærslur í mæltu máli.
  • Geti hagnýtt sér netafræði til að leysa ýmis konar viðfangsefni utan námskeiðsins.
  • Geti nýtt sér efni námskeiðsins til að skilja formlega framsetningu í síðari námskeiðum.
Námsmat

Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir

TungumálÍslenska