Gagnaskipan

NámsgreinT-201-GSKI
Önn20241
Einingar6
Skylda

Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararT-111-PROG, Forritun
SkipulagTD-Staðarnám, HMV - 12 vikna
Kennari
Friðrik Snær Tómasson
Lýsing
Í þessu námskeiði er fjallað um ýmiss konar gagnaskipan, eins og tengda lista, stafla, biðraðir, tré og tætitöflur. Jafnframt er farið í endurkvæma forritun og röðunaralgrím. Í námskeiðinu er að auki lögð áhersla á hugræn gagnatög, hlutbundna forritun og meðhöndlun frábrigða. 
Námsmarkmið
  • Geti borið kennsl á grunnþrep og þrepunarskref vandamáls sem skilgreint er á endurkvæman hátt.
  • Geti lýst hugrænum gagnatögum og muninum á milli yfirlýsingu þeirra og útfærslu.
  • Geti lýst hugmyndafræði hlutbundinnar hönnunar, m.t.t. hjúpunar, erfða og fjölbindingar.
  • Geti lýst og skilið hvað átt er við með flækjustigi/vaxtarfalli reiknirits.
  • Geti skrifað forrit sem notar sérhverja af eftirfarandi tegundum gagnaskipan: fylki, tengdir listar, staflar, biðraðir, tré og tætitöflur.
  • Geti útfært ýmis konar gagnaskipan með því að nota tengda lista.
  • Geti útfært einföld endurkvæm föll.
  • Geti hannað, útfært, prófað og aflúsað forrit í hlutbundnu forritunarmáli.
  • Geti skrifað forrit sem beitir erfðum og fjölvirkni til að leysa tiltekið vandamál.
  • Geti skrifað forrit sem bregst við frábrigðum sem eiga sér stað í keyrslu.
  • Geti beitt runuleit, tvíundarleit og röðunaralgrímum undir ýmsum kringumstæðum.
  • Geti notað hugræn gagnatög með því að hafa eingöngu aðgang að yfirlýsingu þeirra.
  • Geti hannað og þróað forrit fyrir vandamál sem lýst er á almennan hátt.
  • Geti valið viðeigandi gagnaskipan fyrir gerð líkans af tilteknu vandamáli.
Námsmat

Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir

TungumálÍslenska