Gagnasafnsfræði

NámsgreinT-202-GAG1
Önn20241
Einingar6
Skylda

Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararT-111-PROG, Forritun
SkipulagTD-Staðarnám, HMV - 12 vikna
Kennari
Björn Þór Jónsson
Lýsing
Námskeiðið er hagnýt kynning á upplýsingastjórnun almennt og töflugagnagrunnum sér í lagi, og tekur fyrir eftirfarandi efni: hlutverk og þætti gagnagrunnskerfa; venslalíkanið, þar á meðal hugtök þess og fyrirspurnamál; líkanagerð með einindavenslaritum og breytingu þeirra í gagnagrunnsskemu; alla helstu þætti SQL fyrirspurnamálsins, í djúpri yfirferð, þar á meðal gagnastjórnunarskipanir (DDL), gagnabreytingarskipanir (DML), flóknar fyrirspurnir, sýnir, stefjur, gikki og hreyfingar; hugtök er lúta að hreyfingum og stjórnun gagnagrunna; og, að lokum, stutt umræða um önnur gagnalíkön og aðferðir, þar á meðal ómótaða gagnagrunna, upplýsingaheimt og “gagnagnótt”.
Námsmarkmið
  • Geti rætt mótaða og ómótaða gagnagrunna fyrir samfélag og fyrirtæki, þar á meðal persónuvernd og siðferðileg málefni, aðgengi og varðveislu
  • Geti lýst hugtökum og mælitölum sem tengjast áreiðanleika, skalanleika, skilvirkni og markvirkni.Geti lýst helstu þáttum og hlutverkum gagnasafnskerfa.
  • Geti lýst og borið saman algeng gagnalíkön.
  • Geti lýst helstu grundvallaratriðum venslalíkansins.
  • Geti lýst helstu grundvallaratriðum hreyfinga.
  • Geti lýst helstu umsjónaraðgerðum gagnagrunna.
  • Geti rætt hugtök og aðferðir fyrir ómótuð gögn og upplýsingaheimt.
  • Geti rætt helstu aðferðir við geymslu og meðferð mikils gagnamagns.
  • Geti skrifað SQL skipanir til að búa til heildstæðan venslagagnagrunn.
  • Geti skrifað SQL skipanir til að setja inn, eyða og breyta gögnum.
  • Geti skrifað einfaldar og flóknar SQL fyrirspurnir til að sækja gögn, þar með talið töflutengingar, samsöfnun, undirfyrirspurnir, hreiðraðar undirfyrirspurnir og töfludeilingu.
  • Geti skrifað einfaldar gagnasýnir, stefjur, gikki og hreyfingar.
  • Geti skrifað fyrirspurnir í töflualgebru og töflureikningi.
  • Geti gert líkan af gagnaþörfum og skilyrðum með einindavenslalíkaninu.
  • Geti breytt einindavenslalíkani í samsvarandi töfluskema.
  • Geti fært töfluskema á staðalform.Geti valið og búið til viðeigandi vísa fyrir einfaldar gagnagrunnsfyrirspurnir og -skilyrði.
Námsmat

Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir

TungumálÍslenska