Línuleg algebra

NámsgreinT-211-LINA
Önn20243
Einingar6
SkyldaNei

Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararEngir undanfarar.
Skipulag4 fyrirlestrar og 2 dæmatímar í 12 vikur
Kennari
Olivier Matthieu S. Moschetta
Lýsing
Stig námskeiðs:                   1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðs:            Skyldunámskeið fyrir allar námsbrautir í verkfræði
Nauðsynlegir undanfarar: Engir undanfarar.Farið er í undirstöðuatriði línulegrar algebru og notkun á þeim. Tekinn er fyrir fylkjareikningur og aðferðir við lausn á línulegum jöfnuhneppum. Fjallað er um línulegar varpanir, ákveður, eigingildi og eiginvigra. Myndræn beiting fylkjareiknings er skoðuð. Fjallað er um vigrarúmfræði, þar á meðal jöfnur fyrir plön. Teknar eru fyrir aðferðir til að leiða út grunn fyrir ýmis hlutrúm Rn. Nemendur fá að kynnast almennum vektorrúmum og eiginleika þeirra.Lesefni:                 Lay, Lay and McDonald, Linear Algebra and its Applications.
Námsmarkmið
Stefnt er að því að nemendur þekki:
•    undirstöðuatriði fylkjareiknings,
•    lausnir á línulegum jöfnuhneppum,
•    aðferðir til að meta hvort vigrar eru línulega óháðir,
•    grunnatriði varðandi línulegar varpanir,
•    vigraaðgerðir, meðal annars innfeldi og krossfeldi,
•    fylkjaaðgerðir og andhverfur fylkja,
•    þverlægni, ofanvörp og hornrétta grunni,
•    hlutrúm Rn og víddir og grunnir þeirra,
•    grunnatriði varðandi almenn vektorrúm.Stefnt er að því að nemendur geti:
•    rökstutt niðurstöður í línulegri algebru með því að beita stærðfræðilegri röksemdarfærslu,
•    notað fylkjareikning til að leysa ýmis verkefni í rúmfræði,
•    reiknað ákveðu og andhverfu fylkis,
•    reiknað eigingildi og eiginvigra fylkis, og hornalínugert það þegar hægt er,
•    reiknað grunn fyrir ýmis hlutrúm Rn.Stefnt er að því að nemendur geti:
• beitt fylkjareikningi til að leysa verkefni sem upp koma í tölvunarfræði og verkfræði,
• beitt stærðfræðilegri röksemdarfærslu til að sanna einfaldar reglur og setningar.
• notað hugbúnað (t.d. Matlab) við lausn verkefna í námsefninu. 
Námsmat
Lokapróf, hlutapróf og dæmaskil. Standast verður skriflega lokaprófið.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Kennt í 12 vikur. Fyrirlestrar, dæmatímar. Skilaverkefni og hlutapróf.
TungumálÍslenska