Greining og hönnun hugbúnaðar

NámsgreinT-216-GHOH
Önn20203
Einingar6
SkyldaNei

Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2020
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararT-111-PROG, Forritun
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Marta Kristín Lárusdóttir
Skúli Arnlaugsson
Lýsing
Í námskeiðinu verða skoðaðar aðferðir við framsetningu og skipulag á kröfum til hugbúnaðar og hönnunar hans. Þarfir notandans eru greindar, högun kerfa skilgreind og samvinna við notandann æfð. Nemendur læra hönnunaraðferðir við hugbúnaðarþróun og hönnun notendaviðmóts. Aðal áherslan er á iðkun aðferða við kröfugerð, greiningu, hönnun og prófanir á fyrstu stigum hugbúnaðarþróunar.
Námsmarkmið
Þekking:
 • Þekki aðferðir sem notaðar eru við kröfugreiningu hugbúnaðar.
 • Þekki aðferðir sem notaðar eru við hönnun hugbúnaðar.
 • Þekki nokkrar grundvallarreglur við hönnun notendaviðmóts, geti nefnt helstu staðla og leiðbeiningar við hönnun notendaviðmóts.
 • Þekki mismunandi aðferðir við upplýsingaöflun.
 • Þekki helstu skilgreiningar og eiginleika hlutbundinnar hönnunar.
 • Þekki á hvaða hátt hönnun tölvukerfis eða forrits gæti heppnast eða misheppnast vegna fjölbreytileika mannfólksins. 
 • Þekki helstu gerðir prófana sem framkvæmdar eru við hugbúnaðarþróun og hvenær þær eru notaðar.
 • Geti lýst meginhugtökum fyrir notendamiðaða hugbúnaðargerð, svo sem nytsemi og notendaupplifun.
Leikni:
 • Hafi þjálfast í að lýsa kröfum, bæði virknikröfum og öðrum kröfum fyrir meðalstór kerfi.
 • Hafi þjálfast í að gera pappírsfrumgerðir og millihönnunarfrumgerðir fyrir hugbúnaðarkerfi.
 • Hafi þjálfast í prófunum á greiningar- og hönnunarstigi.
 • Hafi þjálfast í að prófa mismunandi hluta af hönnun tölvukerfa.
 • Hafi þjálfast í að hanna hugbúnaðarkerfi með stöðuritum, runuritum og klasaritum.
 • Hafi þjálfast í að setja saman þarfagreiningar- og hönnunarskýrslur sem eru skiljanlegar fyrir viðtakendur.
Hæfni:
 • Geti sett fram kröfur til tölvukerfa á skiljanlegan máta.
 • Geti hannað notendaviðmót hugbúnaðarkerfa með tilliti til þarfa notenda.
 • Geti prófað hönnun sína og endurbætt með ítrunum.
 • Geti sett fram greiningu sína og hönnun á skiljanlegan máta fyrir aðra, í formi til að mynda skýrslna, frumgerða og líkana.
Námsmat
Ekkert skráð námsmat.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Engin skráð kennsla.
TungumálÍslenska