Verklegt námskeið 2

NámsgreinT-220-VLN2
Önn20241
Einingar6
Skylda

Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararT-111-PROG, Forritun
T-202-GAG1, Gagnasafnsfræði
T-213-VEFF, Vefforritun
T-216-GHOH, Greining og hönnun hugbúnaðar
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Arnar Leifsson
Ólafur Jónsson
Lýsing
Nemendur vinna raunhæft verkefni í fjölnotendaumhverfi. Markmið námskeiðsins er að nemendur greini, hanni og smíði keyrsluhæft notendaforrit sem vinnur með gögn í vensluðu gagnasafni. Kennarar hafa eftirlit með verkefninu, fylgjast með þátttöku hvers og eins og leiðbeina eftir þörfum. Nemendur leggja fram verkefni í lok námskeiðs, afhenda verkefnisskýrslu, halda kynningu á lokaafurð og svara spurningum prófdómara.
Námsmarkmið
Þekking: Þekki forritun í Internetumhverfi. Þekki hvernig hönnun á meðalstóru kerfi getur litið út. Þekki grunnatriðin í einingaprófunum. Þekki hvað þarf til að skilgreina og framkvæma kerfispróf. Leikni: Kunni að greina, hanna og skrifa meðalstórt vefforrit sem byggist á vensluðum gagnasöfnum í fjölnotendaumhverfi. Hafi öðlast reynslu af því að vinna í hóp að smíði meðalstórs kerfis. Kunni að skrifa skýrslur sem lýsa einstökum þáttum þróunarferlisins. Kunni að nota samstæðustjórnunarkerfi til að halda utan um afurðir verkefnis. Hafi fengið þjálfun í kynningum á verkefnum. Hæfni: Geri sér grein fyrir hve mikil vinna liggur að baki smíði meðalstórs vefkerfis. Viti hvaða verkþættir eru nauðsynlegir í þróunarferli meðalstórs vefkerfis.
Námsmat
Ekkert skráð námsmat.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Engin skráð kennsla.
TungumálÍslenska