Reiknirit

NámsgreinT-301-REIR
Önn20243
Einingar6
Skylda

Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námsgreinar2. Grunnnám, framhaldsnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararT-201-GSKI, Gagnaskipan
T-419-STR2, Strjál stærðfræði II
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Magnús Már Halldórsson
Lýsing
Þetta námskeið kynnir mikilvægustu tegundir reiknirita og gagnagrinda í notkun í dag. Sérstök áhersla er lögð á reiknirit fyrir röðun, leit og net. Viðfangsefnið er að þróa útfærslur, greina eða mæla skilvirkni þeirra, og meta hversu vel þau gætu nýst í raunverulegum viðfangsefnum.
Námsmarkmið
  • Geti lýst skilvirkni helstu reiknirita og gagnagrinda sem notaðar eru til að raða og leita.
  • Geti lýst vandamálinu við vísisvöxt jarðýtuaðferða og afleiðinga þess.
  • Geti tekið dæmi um beitingu á trjám, netum og symboltöflum.
  • Geti  sett fram reiknileg verkefni á formlegan hátt út frá almennri textalýsingu.
  • Geti beitt mismunandi leitaraðferðum á tré og net.
  • Geti rekið inningu aðgerða á klassískar gagnagrindur: kös, tvíleitartré, rauð-svart tré, union-find, og trie.
  • Geti útfært og beitt grundvallarreikniritum fyrir net, svo sem dýpt-fyrst og breidd-fyrst leit, gegnvirkri lokun, grannröðun, og reikniritum fyrir stystu leiðir og minnsta spanntré.
  • Geti metið áhrif mismunandi útfærslna af hugrænu gagnatagi á tímaflækju reiknirita.
  • Geti beitt „big-oh“, omega, og þeta rithætti til að lýsa efri, neðri og þéttum mörkum á tíma- og plássflækju reiknirita í aðfellu.
  • Geti beitt vísindalegu aðferðinni til að leiða út frammistöðuhegðun reiknirita.
  • Geti útfært stofnrænar gagnagrindur og beitt þeim á mismunandi gögn.
  • Geti metið reiknirit, valið milli mismunandi lausna, rökstutt valið, og útfært í forriti.
  • Geti leyst reiknileg verkefni í forriti með því að sameina viðeigandi reiknirit og gagnagrindur.
  • Geti ritað ítarlega lýsingu á tilraunum á reikniritum, niðurstöðum, og þeim ályktunum sem hægt er að draga.
Námsmat

Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir

TungumálÍslenska