Hönnun og smíði hugbúnaðar

NámsgreinT-302-HONN
Önn20243
Einingar6
SkyldaNei

Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námsgreinar2. Grunnnám, framhaldsnámskeið
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararT-111-PROG, Forritun
T-201-GSKI, Gagnaskipan
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Grischa Liebel
Lýsing
Námskeiðið veitir innsýn í hönnun og smíði hugbúnaðarkerfa. Áherslan er fyrst og fremst á hlutbundna hönnun kerfa og að skipta kerfi upp í einingar. Skoðuð eru ýmis vel þekkt hönnunarmynstur sem notuð eru við hugbúnaðargerð, hvernig á að nota mynstur og meta kosti þeirra og galla. Sérstaklega eru skoðuð lagskipt Internet kerfi með forritaskilum (API). Litið er á hvernig byggja má upp slík kerfi á sveigjanlegan máta þannig að breytingar og viðbætur séu auðveldar sem og rekstur. Skoðaðir eru valkostir sem hugbúnaðararkitektar standa frammi fyrir og hvaða forsendur eru mikilvægar. Einnig er litið á hugtök sem tengjast hraða og afköstum sem og skalanleika. Á námskeiðinu er Java forritunarmálið notað ásamt opnum hugbúnaði, þ.á.m. ýmis Java klasasöfn, API og opin verkfæri.
Námsmarkmið
Þekking: Þekki grundvallaratriði í hönnun hugbúnaðar. Skilji mismunandi hugbúnaðararkítektur og hvaða valkostir eru í boði. Hafi fengið innsýn inn í hvernig hugbúnaðargerð er háttað í hugbúnaðariðnaðnum í dag. Leikni: Hafi þjálfast í hönnun hugbúnaðar með mismunandi hönnunarmynstrum. Hafi þjálfast í faglegum vinnubrögðum í hugbúnaðargerð. Hæfni: Geti smíðað hugbúnaðarramma þannig að almennar einingar séu endurnýttar. Geti hannað og smíðað sveigjanlegar hugbúnaðarlausnir. Geti hannað og smíðað hraðvirkar og skalanlegar lausnir.
Námsmat
Ekkert skráð námsmat.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Engin skráð kennsla.
TungumálÍslenska