Tölfræði I

NámsgreinT-302-TOLF
Önn20243
Einingar6
Skylda

Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararT-101-STA1, Stærðfræði I
SkipulagKennt í 12 vikur - 4 fyrirlestrar og 2 dæmatímar vikulega
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
Stig námskeiðs: 2. Grunnnám, framhaldsnámskeið.
Tegund námskeiðs: Skyldunámskeið fyrir allar námsbrautir í verkfræði.
Nauðsynlegir undanfarar: Stærðfræði I (skylda). Forritun I eða sambærilegt forritunarnámskeið (ráðlagt).Í námskeiðinu er stefnt að því að nemendur öðlist skilning á grundvallar líkindagreiningu og hagnýtri tölfræði. Nemendur geti beita tölfræði við greiningu gagna og prófað tilgátur með tölvuforriti og geti metið niðurstöður tilrauna þar sem niðurstaðan er flókið gagnasett. Farið er yfir: Líkur, skilyrtar líkur, slemibreytur, skekkjugreining, algengar dreifingar, öryggisbil, tilgátupróf, fylgni, einföld og margföld aðhvörf.Lesefni: Navidi, Statistics for Engineers and Scientists.
Námsmarkmið
Þekking: Í lok námskeiðsins er gert ráð fyrir að nemendur þekki: 
•    undirstöðuatriði í líkindafræði og tölfræði
•    úrtök og slemibreytur 
•    óvissu og villumögnun
•    helstu líkindadreifingar og hvaða ferlum þær lýsa
•    höfuðsetning tölfræðinnar 
•    öryggisbil
•    tilgátuprófun og p-gildi
•    fylgni
•    aðhvarf fyrir eina eða margar breyturFærni: Í lok námskeiðsins er gert ráð fyrir að nemendur geti:
•    fundið hvort tölfræðilegar atburðir eru háðir eða óháðir,
•    reiknað líkindadreifingar með slembibreytum,
•    reiknað óvissu og  öryggisbil,
•    notað tölvuforrit til að gera tölfræðilegar prófanir og túlka niðurstöðurnar (t.d með Excel, R eða Matlab),
•    framkvæmt tilgátupróf með tölvuforriti,
•    notað tölvuforrit til að reikna fylgnistuðul og aðhvarfsstuðul og staðalskekkju þeirra.

Hæfni: Í lok námskeiðsins er gert ráð fyrir að nemendur geti:
•    ákveðið hvaða líkindadreifing er viðeigandi til að lýsa gögnum,
•    valið viðeigandi tilgátuprófanir í mismunandi aðstæðum,
•    ákveðið hvenær hafna ætti tilgátu,  
•    hagnýtt sér tölfræðilegar niðurstöður sem fást með tölfræðilegum hugbúnaði,
•    ákveðið hvaða tilteknu valkosti hugbúnaðarins ætti að nota fyrir tiltekna prófun,
•    endurskapað niðurstöður úr tölfræðilegum hugbúnaði með viðeigandi formúlum.
Námsmat
Námsmat:
  • miðannarpróf
  • skyndipróf
  • vinnubók
  • skriflegt lokapróf
Standast þarf skriflega lokaprófið.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Kennt í 12 vikur. Fyrirlestrar, dæmatímar og verkefni.
TungumálÍslenska