Hagnýt tölfræði og inngangur að gagnagreiningu

NámsgreinT-305-ASID
Önn20243
Einingar6
Skylda

Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
María Óskarsdóttir
Lýsing
Farið er yfir inngang að líkindareikningi og tölfræði. Meðal efnis eru strjálar líkindadreifingar, svo sem tvíliðudreifing, samfelldar líkindadreifingar, svo sem normaldreifing, öryggisbil og tilgátuprófun, fylgni og línuleg aðhvarfsgreining, myndræn framsetning gagna og lýsing þeirra, inngangur að gagnavísindum.
Námsmarkmið
Þekking: Að námskeiði loknu skulu nemendur þekkja: undirstöðuatriði í líkindafræði, tölfræði og gagnagreiningu, úrtök og slembibreytur, óvissu, algengar líkindadreifingar og ferla þeirra, meginmarkgildissetninguna, öryggisbil, tilgátupróf og p-gildi, bootstrap, fylgni, einfalda og margvíða aðhvarfsgreiningu, mikilvægi könnunargagnagreiningar, meginreglur tilraunahönnunar, hugbúnað til að gera tölfræði próf og hermun. Leikni: Að loknu námskeiði skulu nemendur geta: fundið út hvort tölfræðilegir atburðir séu háðir eða óháðir, reiknað með slembibreytum, reiknað óvissu og öryggisbil, framkvæmt tilgátupróf með tölvuhugbúnaði, notað tölvuhugbúnað til að gera tölfræðilegar prófanir og túlka niðurstöðurnar (t.d. Python og R), notað hugbúnað til að reikna fylgni- og aðhvarfsstuðla og óvissu þeirra, notað bootstrap, framkvæmt könnunargagnagreiningu (þ.e. einfalda myndræna framsetningu og samantektartölfræði) til að skilja gagnasafn. Hæfni: Að námskeiðinu loknu skulu nemendur geta: ákveðið hvaða líkindadreifing hentar til að lýsa gögnunum, valið viðeigandi tilgátupróf við mismunandi aðstæður, skilið hvenær tilgátunni sem prófuð er skal hafna eða ekki, skilið útkomu úr hugbúnaði sem notaður er fyrir tölfræði, ákveðið hvaða valkosti hugbúnaðarins á að nota fyrir tiltekin próf, öðlast skilning á gagnasafni með því að nota könnunargagnagreiningu, skilið gagnavísindaferlið.
Námsmat
Ekkert skráð námsmat.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Engin skráð kennsla.
TungumálÍslenska