Stafræn þjónustuhönnun

NámsgreinT-318-STTH
Önn20243
Einingar6
SkyldaNei

Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagTD-staðarnám-3 vikna
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
Námskeiðið verður í þremur þáttum sem byggja hver á öðrum. Fyrsti hlutinn fjallar um notendarannsóknir, annar hlutinn um upplifunarhönnun og sá þriðji um gagnvirka hönnun (interaction design). Hlutarnir verða fléttaðir saman með því að nemendur verða látnir vinna að sömu vöruhugmynd í gegnum allt námskeiðið. Fyrsti hluti: Notendarannsóknir (user research) Í þessum hluta ætlum við að skoða hvernig má læra af þeim sem eiga að nota vöruna/þjónustuna sem við erum að hanna og hvernig við getum nýtt okkur þær upplýsingar til að búa til vöru/þjónustu sem gagnast. Farið verður yfir ýmsar aðferðir við notendarannsóknir svo sem viðtöl (interviews), áhorf (observations), mannfræðilegar rannsóknir (ethnography), notendaprófanir (usability testing), vefmælingar, fókushópa, kannanir og fleiri. Rætt verður hvers kyns upplýsingar hvaða aðferðir gefa, hvenær er viðeigandi að grípa til þeirra og hvernig má byggja á þeim við vöruþróunina. Nemendur ná færni í að gera notendarannsóknir, setja þær upp og þekkja hvaða aðferð er best að nota hvenær. Annar hluti: Upplifunarhönnun (experience design) Við hönnun á vöru/þjónustu nægir ekki að skilgreina hvernig þjónustan virkar stafrænt (í gegnum vef/app). Til að veita góða þjónustu þarf að skilja alla snertipunkta við viðskiptavininn í gegnum þann feril sem hann er að fara frá upphafi til enda. Þetta köllum við upplifunarhönnun. Í þessum hluta ræðum við hvað markar upphaf og endi notendaferils (customer journey) og við förum yfir hvernig við skilgreinum viðmót þjónustuaðila við notandann þar sem hann er í ferlinum (hvort sem er í eigin persónu (afgreiðslu), í síma eða í gegnum stafrænt viðmót). Nemendur marka sér færni í að skilja og skilgreina notendaupplifun með í gegnum notendaferil (journey map). Þriðji hluti: Gagnvirk hönnun (interaction design) Í þessum hluta verður farið yfir gagnvirka hönnun (interaction design). Farið verður yfir hvernig á að hanna víravirki, hvaða tól eru notuð, hvernig þau eru ítruð og prófuð allt frá því að hugmynd verður til á blaði þar til komin er mynd á viðmótið í réttum litum og mörkun. Farið verður yfir víravirki, tól (t.a.m. Sketch, Invision, Adobe tól ýmisskonar), talað verður um grindur sem grunneiningar í framsetningu, hvernig á að draga athygli að réttum hlutum með ákalli (call to action), orðanotkun, mikilvægi lita og stafagerðar og miklu fleira. Nemendur ná færni í að teikna upp notendaviðmót og ítra það þar til það er tilbúið til útfærslu.
Námsmarkmið
Engin skráð námsmarkmið.
Námsmat
Ekkert skráð námsmat.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Engin skráð kennsla.
TungumálÍslenska