Fatahönnun og fatagerð fyrir tölvuleikja umhverfið

NámsgreinT-390-FHTU
Önn20243
Einingar6
SkyldaNei

Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagTD-staðarnám-3 vikna
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
Í námskeiðinu er viðmót og helstu verkfæri hönnunar forritsins CLO3d skoðuð. Nemendur fá innsýn í aðferðir við hönnun og gerð stafræns fatnaðar. Nemendur þjálfast í einfaldri sniðagerð í 2d umhverfi sem síðan er saumaður í 3d umhverfi. Lögð er áhersla á prófun og leiðréttingar í hönnunarferlinu, einnig læra nemendur að búa til sniðformin beint á Avatar í 3d umhverfi. Flíkurnar eru síðan unnar lengra, farið er yfir litasamsetningar og frágang á flíkum fyrir einfalda animation og rendering. Farið verður yfir fatahönnunar möguleika með CLO3d í stafrænni fatagerð. Lögð verður áhersla á hvernig tölvu leikaiðnaðurinn og metaversið er að þróast.
Námsmarkmið
Þekking: • Þekki undirstöðuaðferðir við 2d og 3d hönnun á fatnað í tölvuleikjum, • Þekki helstu forrit og vita hvaða forrit eru helst notuð og í hvað tilgangi • þekki helstu verkfæri og verkferla í hönnunarforritinu Clo3d • Þekki vinnuferla við hönnun á tölvuleikja fatnaði Hæfni: • Geti gert sniðform í 2d hluta. • Geti saumað í 2d og 3d hluta • Geti náð sér í efni og fylgihluti í Clo Connect • Geti set Grafík á efni • Geti mátað flíkur á Avatar og leiðrétt snið • Geti undirbúið flíkur fyrir einfalda animation og rendering Færni: •Hafa færni til að nýta helstu verkfæri CLO3d. •Hafa færni að lesa upplýsingar um galla í hönnun sinni og hvernig er best að laga flíkur út frá gefnum upplýsingum. •Hafa færni til að velja hráefni sem passar útliti og tilgangi fatnaðar. •Hafa færni á að setja verkefni sitt fram á áhugaverðan og sannfærandi hátt bæði með ljósmyndum og myndskeiði.
Námsmat
Námsmat: •verkefnavinna – 70% •lokaverkefni – 20% •Mæting – 10% Lesefni: Myndbönd og lesefni frá kennara.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Engin skráð kennsla.
TungumálÍslenska