Forritun í C++

NámsgreinT-403-FORC
Önn20241
Einingar6
SkyldaNei

Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararT-111-PROG, Forritun
T-201-GSKI, Gagnaskipan
SkipulagTD-Staðarnám - 12 vikna
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
Námskeiðið er hugsað fyrir nemendur að fá aukna þjálfun í almennri forritun og kynnast forritunarmálinu C++ til undirbúnings fyrir námskeið og verkefni þar sem nota þarf C++ eða skyld forritunarmál. Nemendur munu skoða muninn á þýddum og túlkuðum forritunarmálum, muninn á lauslega og sterkt töguðum málum og ólíkar aðferðir minnisúthlutunar og notkunar færibreyta. Nemendur munu vinna þó nokkur verkefni þar sem notaðir verða bendar og kvikleg úthlutun minnis, fjölþráðavinnslur, hlutbinding, erfðir og fjölvirkni í C++ forritum. Nemendur munu einnig læra að nota C++ standard template library (STL) til að geyma og meðhöndla gögn í forritum sínum. Ennfremur munu verða æfðar sértækar forritunaraðferðir svo sem fallabendar og bitafærslur og hönnunarmynstur líkt og singleton mynstrið eða aðrar svipaðar aðferðir.
Námsmarkmið
Þekking: - Að nemendur þekki helsta mun á þýddum og túlkuðum forritunarmálum. - Að nemendur þekki helsta mun á lauslega og sterkt töguðum forritunarmálum. - Að nemedur þekki og skilji ólíkar gerðir færibreyta (argument passing). - Að nemendur þekki muninn á ólíkri minnisúthlutun í forritum. Hæfni: - Nemendur geti skrifað forritstexta í C++ og þýtt og keyrt forritin með hefðbundnum C++ þýðendum. - Nemendur geti nýtt bæði call-by-value og call-by-reference færibreytur á réttan hátt í C++ forritum. - Nemendur geti skrifað forrit í C++ sem nota benda og kviklega minnisúthlutun. - Nemendur geti skrifað fjölþráðaforrit í C++. - Nemendur geti skrifað forrit sem nota standard template library (STL) til að geyma og meðhöndla gögn. - Nemendur geti skrifað hlutbundin forrit í C++ sem nýta erfðir og fjölvirkni. Leikni: - Nemendur geti skrifað, þýtt og keyrt forrit, skrifuð í C++, sem nýta aðferðir C++ forritunarmálsins og ýmsar almennar forritunaraðferðir til að leysa fjölbreytt forritunarvandamál.
Námsmat
Ekkert skráð námsmat.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Engin skráð kennsla.
TungumálÍslenska