Lokaverkefni

NámsgreinT-404-LOKA
Önn20241
Einingar12
Skylda

Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námsgreinar2. Grunnnám, framhaldsnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararT-216-GHOH, Greining og hönnun hugbúnaðar
T-220-VLN2, Verklegt námskeið 2
T-303-HUGB, Hugbúnaðarfræði
SkipulagTD-Staðarnám-12 vikna
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
Verkefnið felst í þróun á raunhæfu hugbúnaðarverkefni í samvinnu við samstarfsaðila skólans og væntanlega notendur. Lokaverkefni skal vinna í 2-4 nemenda hópum undir leiðsögn verkefniskennara. Nemendur skrifa greinargóða verkefnisskýrslu og handbækur sem þeir leggja fram með hugbúnaðinum. Lokaverkefni er metið af verkefniskennara og tveimur prófdómurum frá HR. Matið er byggt á ofangreindum þáttum og er framkvæmt í nokkrum þrepum meðan nemendur vinna að verkefninu. Verkefnisvinnunni lýkur formlega með opinni kynningu í skólanum. Athugið: Til að geta skráð sig í lokaverkefni verða nemendur að vera búnir með að lágmarki 78 ECTS einingar.
Námsmarkmið

  • Kynna vinnu sína fyrir ólíkum áhorfendum, það er með tæknilegan bakgrunn og án tæknilegs bakgrunns.
  • Hafi reynslu af að vinna meðalstórt hugbúnaðarverkefni í hópavinnu.
  • Sé fær um að nota útgáfustjórnunarkerfi í hugbúnaðarþróun.
  • Skipuleggi hóp og áætlun, og vinni samkvæmt henni við gerð hugbúnaðarkerfis.
  • Hafi öðlast hagnýta þjálfun í verkefnisstjórn.
  • Hanni, greini og útfæri hugbúnaðarkerfi.Velji og rökstyðji val á viðurkenndri aðferð við þróun hugbúnaðar.
  • Skilgreini og framkvæmi notenda-, eininga- og kerfisprófanir.
  • Sé fær um að greina þarfir notenda og útfæra í hugbúnaði.
  • Geti á hvaða tíma sem er gert grein fyrir stöðu verkefnis, hvað er búið að framkvæma, hvað á eftir að framkvæma og stöðu verkefnis miðað við tímaáætlun.
Námsmat

Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir

TungumálÍslenska