Árangursrík forritun og lausn verkefna

NámsgreinT-414-AFLV
Önn20243
Einingar6
SkyldaNei

Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararT-111-PROG, Forritun
T-201-GSKI, Gagnaskipan
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
"Tölvunarfræðingar þurfa oft að glíma við krefjandi verkefni sem þarfnast bæði snöggra reikniritalegra lausna og skilvirkrar kóðunar. Þetta er ein ástæðan af hverju forritunarþrautir koma svo oft fyrir í atvinnuviðtölum og inntökuprófum í sterkustu fyrirtækjum og framhaldsnámsskólum. Markmið þessa námskeiðs er að gera nemendur betri í lausn reikniritalegra verkefna og öðlast leikni í skemmtilegu keppnisumhverfi. Þjálfunin nýtir m.a. viðfangsefni úr alþjóðlegum keppnum, svo sem ICPC og ToCoder. Annað meginviðfangsefni er að taka ákvarðanir undir ströngum tímamörkum. Einnig verður þjálfun í samvinnu og samræðu, og í því að nýta takmörkuð gæði (t.d., eina tölvu fyrir hvert lið með takmörkuðum tíma). Námskeiðinu er ætlað að vera fræðandi, en á sama tíma skemmtilegt. Efnið sem farið verður yfir fylgir að töluverðu leyti efnistökum í reikniritanámskeiðum (t.d., gagnagrindur, kvik bestun, netaleit, og deila-og-drottna), en áherslan verður önnur: hvernig við áttum okkur á hvaða lausnaraðferð eigi við, val um hönnunarákvarðanir þegar verkefnið er fært inn í ramma lausnaraðferðarinnar, og hvernig þetta er útfært í kóða. Nemendur glíma við að beita og fága kjarnaaðferðum við að yfirfæra sýnidæmi yfir í forritunarlausn."
Námsmarkmið
Þekking: Geti lýst reikniritum, gagnagrindum og verkefnum á skýran og skilmerkilegan hátt. Leikni: Geti þróað rétta útfærslu á vel skilgreindu reikniriti eða gagnagrind. Geti borið saman erfiðleikastig mismunandi verkefna. Geti greint skilvirkni mismunandi lausnaraðferða fyrir gefin verkefni, til að ákvarða hvaða aðferðir séu nægjanlega skilvirkar fyrir gefnar aðstæður. Geti beitt ýmsum tegundum reiknirita, svo sem gráðugum aðferðum, kvikri bestun, deila-og-drottna, og brjóstvitsleit, til að leysa gefin verkefni. Geti átt samskipti og unnið saman í hóp til að leysa verkefni undir tímapressu. Hæfni: Geti þróað lausnir á verkefnum sem ekki hafa sést áður.
Námsmat
Ekkert skráð námsmat.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Engin skráð kennsla.
TungumálÍslenska