Tölvuöryggi

NámsgreinT-417-TOOR
Önn20243
Einingar6
SkyldaNei

Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararT-215-STY1, Stýrikerfi
T-409-TSAM, Tölvusamskipti
SkipulagTD-staðarnám-3 vikna
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
Námskeiðið fjallar um þá anga upplýsingaöryggis sem tengjast hugbúnaði og vélbúnaði og notkun þeirra. Farið verður í saumana á algengum öryggisvillum í forritum og vefkerfum, hvernig árásaraðilar misnota sér þau og hvernig hægt sé að verja forrit fyrir slíkum árásum. Einnig verður farið í netöryggi og kannaðar margar aðrar tegundir árása sem hakkarar nota í dag. Markmiðið með námskeiðinu er að nemendur öðlist djúpan skilning á helstu sviðum tölvu- og upplýsingaöryggis og skilji hugarheim hakkara nógu vel til þess að geta fyrirbyggt árásir. Verkefnin felast m.a. í því að skrifa kóða til þess að nýta sér öryggisveikleika í sérsmíðuðum forritum.Ætlast er til að nemendur komi í námskeiðið með góðan skilning á UNIX/Linux umhverfinu og forritun í Python/C/C++ og ágætan skilning á uppbyggingu tölva, ásamt grunnskilningi á uppbyggingu vefkerfa.
Námsmarkmið
 Geti útskýrt hugmyndir og útfærslu dæmigerðra forrita sem misnota öryggisveikleika í vel vörðum hugbúnaðarkerfum til þess að öðlast einhverskonar forréttindi.Geti lýst helstu tegundum öryggisveikleika í dag, bæði í hugbúnaði og netbúnaði. Geti fundið öryggisgalla í raunverulegum forritskóðaGeti skrifað forrit til þess að misnota öryggisgalla í varnarlitlum hugbúnaðarkerfum. Geti lýst í þaula aðferðum til þess að fyrirbyggja algenga veikleika og misnotkun þeirra í hugbúnaði og netbúnaði
Námsmat

Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir

TungumálÍslenska