Vefforritun II

NámsgreinT-427-WEPO
Önn20241
Einingar6
SkyldaNei

Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararT-213-VEFF, Vefforritun
SkipulagTD-Staðarnám-12 vikna
Kennari
Arnar Leifsson
Ólafur Jónsson
Lýsing
Vefforritun II er framhaldsnámskeið í því að þróa veflægar lausnir. Viðfangsefni námskeiðsins eru JavaScript, CSS3, HTML5, React o.fl. Áhersla er því lögð á svokölluð SPA (Single Page Application) þar sem vinnan fer fram í vafranum.
Námsmarkmið
Hæfniviðmið • Þekki hvaða þróunarumhverfi, hjálpartól og forritasöfn eru algeng í vefþróun í dag • Þekki HTML5 staðalinn vel • Þekki JavaScript, og hvernig það er frábrugðið hlutbundnum forritunarmálum • Þekki mismunandi biðlaraforritasöfn (e. client-side libraries) • Þekki mismunandi leiðir til þess að setja upp stíla í React • Kunni að nota CSS3 til að setja upp flóknar uppsetningar (layouts) • Kunni að nota CSS3 til að útbúa hreyfingar (animations) • Kunni að nota Redux fyrir stöðugeymslu innan vefkerfis • Kunni að nota REST vefþjónustur • Kunni algeng forritunarmynstur (programming patterns) í JavaScript • Kunni að nota React / JavaScript til að búa til gagnvirkar vefsíður • Viti að hverju þarf að huga við smíði á vefsíðu sem á að vera aðgengileg á mismunandi tækjum • Viti hvaða kosti og galla vefsíður hafa umfram sérsmíðuð biðlaraforrit (e. apps/client applications)
Námsmat
Námsmat er byggt upp á lokaverkefni og minni verkefnum.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Kennsla fer fram á 12 vikna tímabili. Uppteknir fyrirlestrar af afmörkuðum viðfangsefnum og gagnvirkir forritunartímar þar sem tekið er fyrir ákveðið viðfangsefni í formi forritunarverkefnis.
TungumálÍslenska