Þróun opins vefhugbúnaðar

NámsgreinT-430-TOVH
Önn20243
Einingar6
SkyldaNei

Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararT-111-PROG, Forritun
T-201-GSKI, Gagnaskipan
T-213-VEFF, Vefforritun
T-303-HUGB, Hugbúnaðarfræði
SkipulagTD-staðarnám-3 vikna
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
Í námskeiðinu Þróun opins vefhugbúnaðar ætlum við að dýfa tánni ofan í hvernig opið hugbúnaðarsamfélag virkar.
Við munum skoða af hverju það að velja opinn vefhugbúnað getur verið betri valkostur en að byrja frá upphafi. Af hverju það að tilheyra samfélagi tugþúsunda, hundruði þúsunda eða jafnvel milljóna fagfólks í sömu stétt styrkir okkur sem forritara. Og af hverju það er svo frábært að þurfa ekki að skrifa “enn eitt auðkenningarfallið!”.
Við skoðum hvernig villur eru tilkynntar og hvernig þær eru meðhöndlaðar. Við tökum fyrir villur sem hafa verið tilkynntar og reynum að laga þær og leggjum þ.a.l. okkar lóð á vogarskálarnar við að gera opna hugbúnaðinn enn betri. Við skoðum einnig hvernig skjölun á hinum ýmsu hlutum kerfisins er háttað og hjálpum til við að skrifa betri lýsingar þar sem það á við.
Tekið verður fyrir vefumsjónarkerfið Drupal og það skoðað ofan í kjölinn. Bæði hvernig kerfið sjálft virkar, en ekki síst hvernig Drupal-samfélagið í heild sinni er byggt upp og hvernig hver og einn einstaklingur í samfélaginu hefur tilgang og rödd.
Námsmarkmið
  • Hafi þekkingu á grundvallarskilgreiningu opins hugbúnaðar.
  • Hafi þekkingu á þeim forritunarstöðlum sem lagðir eru fram í hverju hugbúnaðarverkefni.
  • Hafi þekkingu á mismunandi tegundum hugbúnaðarleyfa.
  • Geti tilkynnt villur í opnum hugbúnaði.
  • Geti tekið þátt í umræðum um lausn á villum og viðbótum.
  • Geti betrumbætt hugbúnað sem var skrifaður af öðrum.
  • Geti aðlagað sig að þeim stöðlum sem tíðkast í viðkomandi verkefni.
  • Geti metið þörf á og lagt til breytingar á virkni opins hugbúnaðar.
  • Geti skrifað sína eigin lausn. Annað hvort lausn á villu eða viðbót fyrir opinn hugbúnað.
  • Geti metið og lýst kostum og göllum opins hugbúnaðar.
  • Geti tekið við kóða frá öðrum, greint hann og betrumbætt.
Námsmat

Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir

TungumálÍslenska