Forritunarmál

NámsgreinT-501-FMAL
Önn20241
Einingar6
Skylda

Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námsgreinar2. Grunnnám, framhaldsnámskeið
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararT-201-GSKI, Gagnaskipan
T-419-STR2, Strjál stærðfræði II
SkipulagTD-Staðarnám, HMV - 12 vikna
Kennari
Hrafn Loftsson
Lýsing
Þróun forritunarmála er mikilvægur hluti af þróun tölvunarfræðinnar. Í námskeiðinu verður þróun forritunarmála lýst, frá fyrstu forritunarmálunum til nýlegri mála. Mismunandi tegundir forritunarmála verða ræddar og helstu einkenni þeirra borin saman. Málskipan forritunarmála er kynnt, ásamt Backus-Naur formi (BNF). Einkennandi þættir stefjuforritunarmála eru skoðaðir; sérstaklega m.t.t. nafna, gildissviðsreglna og stefjukvaðninga. Farið er yfir helstu eiginleika hlutbundinna forritunarmála. Fallaforritunarmálum eru gerð skil og áhersla lögð á Lambdareikning og tengsl hans við fallaforritun. Að lokum er rökforritun kynnt. Nemendur kynnast eiginleikum ýmissa forritunarmála og vinna forritunarverkefni í hluta þeirra.
Námsmarkmið
  • Geti útskýrt formlegar aðferðir sem notaðar eru við lýsingu á forritunarmálum.
  • Þekki hlutverk einstakra eininga í þýðendum.
  • Geti lýst mismunandi gildissviðsreglum nafna.
  • Geti útskýrt keyrslustafla og hlutverk og útfærslu kvaðningafærslna.
  • Geti skilgreint ferla- og gagnaútdrátt.
  • Þekki helstu eiginleika hlutbundinna forritunarmála.
  • Þekki helstu eiginleika fallaforritunarmála.
  • Þekki helstu eiginleika rökmála.
  • Geti lýst straumum og stefnum í gerð forritunarmála fyrr og nú.
  • Geti notað og skilgreint mállýsingar fyrir einfalt forritunarmál.
  • Geti forritað einfaldan þýðanda.
  • Geti forritað í fallaforritunarmáli.
  • Geti forritað í rökmáli.

Námsmat

Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir

TungumálÍslenska