Afleiður

NámsgreinT-503-AFLE
Önn20243
Einingar6
SkyldaNei

Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námsgreinar3. Grunnnám, sérhæft námskeið
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararT-302-TOLF, Tölfræði I
T-303-VERD, Verðbréf
SkipulagKennt í lotun á 12 vikna tímabili
Kennari
Ralph Rudd
Lýsing
Stig námskeiðs:                   3. Grunnnám, sérhæft námskeið.   
Tegund námskeiðs:            Skyldunámskeið fjármálaverkfræði.
Nauðsynlegir undanfarar: Verðbréf (T-303-VERD), Tölfræði I (T-302-TOLF).Byrjað verður á stuttri kynningu á afleiðum og vöxtum. Nemendur læra að nota og búa til eingreiðsluvaxtaferilinn og hvaða kenningar eru notaðar til þess að skýra lögun hans. Í framhaldi af því verður fjallað um framvirka samninga á vexti og aðrar undirliggjandi eignir. Þar á eftir verða skiptasamingar teknir fyrir, bæði greiðsluflæði og verðlagning. Að lokum verður farið í valréttarsamninga á hlutabréf, skuldabréf og vexti. Mikil áhersla verður lögð á verkefnavinnu til þess að dýpka skilning nemenda og auka leikni þeirri í notkun afleiðusamninga.Lesefni:                 John C Hull, Futures, Options & Other Derivatives.
Námsmarkmið
Þekking: Við lok námskeiðs mun nemandi hafa þekkingu á
•    Helstu tegundum afleiða og hvernig þær virka
•    Vaxtarófi, núvirði og framvirkum vöxtum
•    Nelson-Siegel líkani
•    Hagnaðargröfum fyrir safn valrétta
•    Áhættuhlutlausri verðlagningu
•    Tvíkosta trjám og hagnýtingu þeirra við verðlagningu valrétta
•    Itô ferlum og hjálparsetningu Itô
•    Black-Scholes-Merton líkani
•    Helstu áhættuþáttum (Grikkjum) valrétta
•    Flóknari valréttum

Leikni: Við lok námskeiðs mun nemandi hafa leikni í:
•    Verðlagning mismunandi valrétta og afleiðna
•    Beiting afleiða til stöðutöku og áhættuvarna
•    Reikna virði framvirkra samninga í gegnum tíma og kunna að gera þá upp á lokadegi.
•    Kunna að finna eingreiðsluvaxtaferil út frá verðum ríkisskuldabréfa á markaði. 
•    Geta sett upp greiðsluflæði fyrir vaxtaskiptasamninga og reiknað virði þeirra. Þekkja hvenær notkun slíkra samninga er viðeigandi og samhengi þeirra við áhættuvarnir fyrirtækja og fjármálastofnana
•    Kunna að beita verðlagningu með tvíkosta tré til að reikna virði valrétta (evrópskra, amerískra og asískra)
•    Kunna að reikna og beita helstu Grikkjum og beita þeim við áhættustýringu valréttasafns
•    Geta teiknað upp hagnaðargraf fyrir safn af valréttum
•    Monte Carlo hermun til að verðleggja flókna valrétti 

Hæfni: Við lok námskeiðs mun nemandi hafa hæfni til að:
•    Verðleggja og beita helstu tegundum afleiða til stöðutöku og áhættuvarna
•    Geta beitt Black-Scholes-Merton líkani við verðlagningu og áhættustýringu valrétta

Námsmat
Námsmat er byggt á dæmablöðum, hlutaprófi og skriflegu lokaprófi.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Kennt í 12 vikur. Fyrirlestrar og dæmatímar.
TungumálEnska