Vélrænt gagnanám

NámsgreinT-504-ITML
Önn20243
Einingar6
SkyldaNei

Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararT-101-STA1, Stærðfræði I
T-103-STST, Strjál stærðfræði fyrir verkfræðinema
T-301-REIR, Reiknirit
T-304-CACS, Stærðfræðigreining fyrir tölvunarfræði
T-305-ASID, Hagnýt tölfræði og inngangur að gagnagreiningu
T-419-STR2, Strjál stærðfræði II
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Christoph Lohrmann
Lýsing
Greining á því mikla gagnamagni sem er í umferð í upplýsingavæddum þjóðfélögum krefst sífellt sérhæfðari reikniaðferða. Með slíkum aðferðum er hægt að finna ýmiskonar reglur og mynstur í gögnum, sem nýtist til dæmis við að bæta ákvarðanatöku á fjölbreyttum sviðum viðskipta og þjónustu. Í þessu námskeiði verður farið yfir helstu reikniaðferðir vélræns gagnanáms við flokkun (e. classification), klösun (e. clustering), og tengslagreiningu (e. association analysis), ásamt því að kynna aðrar valdar lærdómsaðferðir. Fræðin að baki aðferðunum verða kynnt og þær hagnýttar til að leysa raunhæf vandamál.
Námsmarkmið
Þekking: Þekki hvernig vélrænt gagnanám fer fram. Þekki mismunandi gerðir af þjálfunargögnum og hvernig hægt er að bregðast við algengum vandamálum sem geta komið upp, t.d. við að þjálfunargögn séu ófullkomin. Þekki nokkur helstu grunnreiknirit og líkön sem notuð eru við flokkun (e. classification), þ.m.t. ákvörðunartökutré, reglumengi, Naive Bayes, tauganet, og stoðvigravélar. Þekki grunnreiknirit sem notuð eru við klösun (e. clustering), þ.m.t. K-means. Þekki grunnreiknirit sem notuð eru til að ákvarða tengsl í einsleitum gagnamengjum (e. association analysis). Þekki grunnhugmyndir bak við framvindu- (e. evolutionary) og áreitislærdóm (e. reinforcement learning). Leikni: Geti notað tilbúin tól og forritasöfn fyrir vélrænt gagnanám til að flokka og klasa gögn. Hafi fengið þjálfun í að setja upp vandamál og beita gagnanámsaðferðum við lausn þeirra. Hæfni: Búi yfir hæfni til að ákveða hvaða vélrænar gagnanámsaðferðir henta best við lausn ýmissa raunhæfra vandamála, svo og að nota tilbúin gagnanámstól og forritasöfn við lausn þeirra.
Námsmat
Ekkert skráð námsmat.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Engin skráð kennsla.
TungumálEnska