Tölvugrafík

NámsgreinT-511-TGRA
Önn20243
Einingar6
SkyldaNei

Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námsgreinar2. Grunnnám, framhaldsnámskeið
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararT-301-REIR, Reiknirit
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Kári Halldórsson
Lýsing
Tölvugrafík er vaxandi hluti af forritunarverkefnum hins almenna forritara. Fyrri hluti námskeiðsins fjallar um notkun OpenGL forritasafnsins, vektora, varpanir tvívíðra og þrívíðra hluta og notkun marghyrninganeta. Í seinni hluta námskeiðsins er fjallað nánar um teikningu þrívíðra hluta, með áherslu á fjarvídd, dýpt, ljós og liti. Að lokum eru kynnt ýmis atriði sem snúa að útfærslu á teikniforritum og framsetningu ferla og yfirborða. Á meðan á námskeiðinu stendur vinna nemendur nokkur forritunarverkefni í tengslum við námsefnið.
Námsmarkmið
Þekking: Kunni skil á þeim reikniritum og útreikningum sem beitt er þegar þrívíðar myndir eru teiknaðar á skjá í rauntíma (pipeline graphics), þ.á.m. varpanir hluta, sjónarhornsvarpanir, lýsing, skygging, klipping og rastering. Þekki aðgerðir í OpenGL sem útfæra þessi reiknirit og útreikninga og hvernig þau eru notuð í grafískum forritum eins og tölvuleikjum (OpenGL pipeline). Viti hvernig flæði í grafísku rauntímaforriti (t.d. tölvuleik) er útfært, m.t.t. inntaks, hreyfinga og teiknunar. Leikni: Geti notað OpenGL staðalinn til að teikna þrívíðar myndir á skjá. Geti útfært teiknilykku sem teiknar hreyfimynd, ramma fyrir ramma, í rauntíma. Geti útfært forritslykkju sem tekur við inntaki og úttaki, hreyfir hluti, tekur ákvarðanir og teiknar hvern ramma m.t.t. stöðu myndavélar og hluta í þrívíðu rými. Hæfni: Geti útfært þrívíða tölvuleiki og rauntímateiknimyndir með OpenGL staðlinum.
Námsmat
Ekkert skráð námsmat.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Engin skráð kennsla.
TungumálÍslenska