Umhverfissálfræði og þrívíddartækni

NámsgreinT-534-UMHV
Önn20241
Einingar6
SkyldaNei

Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararEngir undanfarar.
Skipulag3-week
Kennari
Hannes Högni Vilhjálmsson
Lýsing
Umhverfissálfræði beinir sjónum sínum að samspili fólks og umhverfis, hvernig fólk hefur áhrif á umhverfi sitt og umhverfið hefur áhrif á upplifun, viðhorf, atferli og reynslu fólks. Þrívíddartæknin sem er í hraðri þróun, opnar mikla möguleika til kortlagningar og rannsókna á þessu samspili sem sífellt vegur þyngra í hönnun og skipulagi umhverfis í þágu bættrar líðanar og heilsu. Í námskeiðinu öðlast nemendur vísindalega þekkingu á grunnhugtökum og rannsóknaraðferðum innan umhverfissálfræði, og eru þau fléttuð málefnum tengdum skipulagi og hönnun umhverfis. Ennfremur kynnast nemendur því hvernig nýta má nútíma þrívíddartækni í þeim tilgangi að byggja upp trausta og haldbæra þekkingu á samspili fólks og umhverfis, og verður sýndarveruleiki kynntur en sú tækni opnar nýjar víddir í upplifunarrannsóknum. Áhersla verður lögð á að tengja efni námskeiðsins við hversdagslegan veruleika nemenda. Markmiðið er að þeir geti strax beitt verkfærum og aðferðafræði umhverfissálfræðinnar í fræðilegum verkefnum til dæmis innan vinnusálfræði, heilsusálfræði, lýðheilsufræða, sýndarveruleikaþróunar, tölvugrafík eða manneskjumiðaðrar tölvunar, en jafnframt innan hagnýtra verkefna á sviði arkitektúrs og borgarskipulags.
Námsmarkmið
•Greint með fræðilegum hætti á milli grundvallarhugtaka á sviði umhverfissálfræði. •Lýst samspili fólks við ólíkar tegundir umhverfis með fræðilegum hætti. •Greint á milli ólíkra áhrifa umhverfis á heilsu, upplifun og vellíðan fólks. •Borið saman grunnhugtök og aðferðir á sviði gagnvirkrar þrívíddartækni. Færni •Tjáð sig í fræðilegri umræðu á sviði umhverfissálfræði. •Beitt vísindalegum vinnubrögðum í athugunum á áhrifum umhverfis á fólk. •Greint á milli vísindalegrar þekkingar og “common sense” orðræðu um samspil fólks og umhverfis. •Búið til einfalt, gagnvirkt þrívíddarumhverfi til rannsókna á upplifun. Hæfni •Nýtt grundvallarhugtök og niðurstöður rannsókna á sviði umhverfissálfræði með fræðilegum hætti. •Bent á áskoranir og tækifæri til innleiðingar umhverfissálfræði, svo sem í tengslum við skipulag og hönnun umhverfis í raunheimi og sýndarheimi. •Nýtt einfalt gagnvirkt þrívíddarumhverfi sem verkfæri til rannsókna á samspili fólks og umhverfis. •Framkvæmt einfaldar rannsóknir á samspili fólks og umhverfis.
Námsmat
Ekkert skráð námsmat.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Engin skráð kennsla.
TungumálÍslenska