Þýðendur

NámsgreinT-603-THYD
Önn20243
Einingar6
SkyldaNei

Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námsgreinar3. Grunnnám, sérhæft námskeið
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararT-501-FMAL, Forritunarmál
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Yngvi Björnsson
Lýsing
Þýðendur eru lykilhluti af þróunarumhverfi forrita. Námskeiðið skilgreinir ítarlega hlutverk og markmið þýðenda. Nákvæmlega er farið í lesgreiningu („lexical analysis“) forrita, reglulegar segðir og stöðuvélar skilgreindar og notkun Lex kynnt. Ítarlega fjallað um ofansæknar og neðansæknar þáttunaraðferðir („top-down and bottom-up parsing“) og notkun Yacc kynnt. Útfærsla á villumeðhöndlun þýðenda er yfirfarin og merkingargreining („semantic analysis“) sérstaklega skoðuð. Að lokum er þulusmíðin sjálf tekin fyrir. Smíði þýðanda er stór hluti af námskeiðinu.
Námsmarkmið
Þekking: Kunni skil á uppbyggingu og hönnun þýðenda. Skilji hlutverk og virkni lesgreina, þáttara og milliþulusmiða. Öðlist fræðilegan grunn sem nauðsynlegur er fyrir þýðandasmíði. Leikni: Geti notað reglulegar segðir og stöðuvélar við lesgreiningu. Geti notað samhengisfrjálsar mállýsingar og bæði ofan- og neðansæknar þáttunaraðferðir. Geti nýtt sér hugbúnað sem smíðar lesgreina og þáttara. Hæfni: Geti hannað og smíðað einfaldan þýðanda.
Námsmat
Ekkert skráð námsmat.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Engin skráð kennsla.
TungumálÍslenska