Ný tækni

NámsgreinT-611-NYTI
Önn20201
Einingar6
SkyldaNei

Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2020
Stig námsgreinar2. Grunnnám, framhaldsnámskeið
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Ólafur Andri Ragnarsson
Lýsing
Tækni er eitt af þeim atriðum sem hvað mest hefur haft áhrif á daglegt líf fólks undanfarna áratugi og aldir. Slík tækni er kölluð truflandi tækni – eða disruptive technologies þar sem hún breytir hegðun okkar. Sé litið til baka má sjá hvernig frumkvöðlar nýttu sé tækniframfarir til Búi til ný tækifæri. Sagan er full af slíkum dæmum. Markmið þessa námskeiðs er að fara yfir tækniþróun, læra af sögunni og reyna að sjá munstur til að meta nýja tækni sem er að ryðja sér til rúms núna og meta hvaða þýðingu hún hefur. Sýnt verður fram á hvernig hægt er að fylgjast með tækniþróun. Sérstakleg verður litið á þráðlaus tæki, síma og sjónvörp, en þetta eru miðlar sem eru að fá ný hlutverk. Einnig er litið á þær breytingar sem þetta hefur í för með sér og reynt er að skyggnast inn í framtíðina með því að líta á hvaða tækni verður ofan á, hvaða staðlar sigra og hvaða fyrirtæki verða leiðandi, hvaða lausnir neytendur muni kaupa og hvernig þjóðfélagið mun breytast samhliða nýjum tæknilegum möguleikum. Einnig verða fengnir gestafyrirlesarar til að kynna ýmsa tækni sem þeir eða fyrirtæki þeirra eru að vinna að. Sem annarverkefni kynna nemendur sér og rannsaka ákveðna tækni eða hugmynd og skrifa rannsóknarritgerð þar sem tæknin og möguleikar hennar koma fram.
Námsmarkmið
  • Skilji mikilvægi tækni sem áhrifavalds í daglegu lífi og rekstri fyrirtækja.
  • Hafi innsýn inn í tæknisögu og hver áhrif truflandi tækni getur verið.
  • Þekki nýja tækni sem eru að ryðja sér til rúms og þá möguleika sem tæknin hefur.
  • Þekki þróun lausna fyrir neytendatæki eins og síma, leikjatölvur og gagnvikt sjónvarp.
  • Geti greint og hafi séð þróun tækni til nýsköpunar.
  • Geti valið sér tækni til að rannsaka og skrifað rannsóknarritgerð.
Námsmat

Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir

TungumálEnska