Starfsnám BSc í tölvunarfræðideild

NámsgreinT-618-STAR
Önn20241
Einingar6
SkyldaNei

Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararT-301-REIR, Reiknirit
SkipulagTD-Staðarnám-12 vikna
Kennari
Drífa Skúladóttir
Eyrún Eva Haraldsdóttir
Gísli Hjálmtýsson
Verity Louise Sharp
Lýsing
Valnámskeið á lokaári í BSc í tölvunarfræðideild. Nemandi þarf að skila inn umsókn og eru þátttakendur valdir úr hópi umsækjenda, m.a. er tekið tillit til námsframvindu og einkunna. Nemandi vinnur undir eftirliti kennara frá HR og umsjónarmanns hjá fyrirtæki/stofnun. Starfsnámið felur í sér að lágmarki 120-150 vinnustundir í fyrirtæki/stofnun sem hægt er að dreifa á 10-12 vikur, því til viðbótar kemur undirbúningsvinna, gerð lokaskýrslu og kynning á verkefninu. Vinnutíma ber að haga þannig að hann skarist ekki við kennslustundir í öðrum námskeiðum. Nemandi sem stundar starfsnám getur í mesta lagi verið skráður í 30 ECTS á viðkomandi önn.
Námsmarkmið
Meginmarkmið með starfsnámi eru: að auka innsýn og skilning nemenda á viðfangsefnum þess fagsviðs sem þau vilja starfa við í framtíðinni. að nemendur hljóti reynslu af því að vinna að úrlausn raunhæfra viðfangsefna á vettvangi, undir leiðsögn leiðbeinenda úr atvinnulífinu. að undirbúa nemendur undir starf eftir námslok. að opna nemendum leið inn á vinnumarkað. að efla tengsl nemenda tölvunarfræðideildar HR við atvinnulífið.
Námsmat
Ekkert skráð námsmat.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Engin skráð kennsla.
TungumálÍslenska