Hönnun og þróun tölvuleikja

NámsgreinT-624-CGDD
Önn20243
Einingar6
SkyldaNei

Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararT-201-GSKI, Gagnaskipan
T-301-REIR, Reiknirit
SkipulagTD-staðarnám-3 vikna
Kennari
Steingerður Lóa Gunnarsdóttir
Lýsing
Í námskeiðinu er byggður upp fræðilegur og hagnýtur grunnur sem nýtist við hönnun og þróun tölvuleikja, frá hugdettu til fullkláraðs leiks. Tölvuleikir eru gagnvirk umhverfi sem þjóna ákveðnum tilgangi: Sum skemmta leikmönnum, sum tjá ríkar tilfinningar og sum breyta því hvernig fólk sér heiminn. Í námskeiðinu er lögð áhersla á samvinnu í teymum, þar sem hvert teymi hannar og þróar leik frá upphafi til enda. Teymin takast á við röð æfinga í verkefnatímum sem styðja við þetta ferli. Æfingarnar eru byggðar á þeim hugtökum sem eru rædd og notuð í kennslustundum.
Námsmarkmið
Þekking: Geti lýst formlegum eiginleikum leikja og tengslum þeirra á milli. Geti lýst algengum aðferðum gervigreindar í leikjum. Geti lýst algengu formi og uppbyggingu sagna í leikjum. Geti rætt þá innsýn sem iðkendur leikjaiðnaðarins hafa áunnið sér. Geti lýst nýjustu straumum í tölvuleikjarannsóknum. Leikni: Geti notað vel skilgreindar aðferðir við framköllun leikjahugmynda. Geti beitt hagnýtri hugmyndafræði við leikjahönnun og þróun. Geti komið leikjahugmyndum skýrt og skorinort til skila. Hæfni: Geti unnið skilvirkt með hugverkaréttindi innan leikjaþróunar. Geti hannað og framkvæmt leikjaprófanir til að meta leiki. Geti hannað og þróað leikjafrumgerð á stuttum tíma.
Námsmat
Ekkert skráð námsmat.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Engin skráð kennsla.
TungumálÍslenska