Hugbúnaðarfræði II - Prófanir

NámsgreinT-631-SOE2
Önn20241
Einingar6
SkyldaNei

Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararT-111-PROG, Forritun
T-133-UIAD, Upplifunarhönnun notendaviðmóta
T-233-SRAD, Kerfisgreining og kerfishönnun
T-303-HUGB, Hugbúnaðarfræði
T-333-HFOV, Hugbúnaðarferlar og verkefnastjórnun
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Árni Fannar Þráinsson
Lýsing
Þróun á nútíma hugbúnaði þarfnast ekki aðeins færni í forritun, heldur einnig verkfræðilegrar kunnáttu. Helstu verkþættir við hugbúnaðarþróun eru kröfugreining (e. Requirement analysis), hönnun (e. Design), framkvæmd (e. Implementation) og prófanir (e. Testing). Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á, að yfir 50% kostnaðar og vinnu við þróun hugbúnaðar eru tileinkaðar starfsemi sem tengist prófunum. Þar má nefna hönnun prófana, framkvæmd þeirra og mat á niðurstöðum þeirra. Þetta er inngangsnámskeið þar sem nemendur læra tæknilegar og hagnýtar aðferðir sem hugbúnaðarverkfræðingar nota við þróun hugbúnaðar. Námskeiðið er byggt á texta bókarinnar “Introduction to Software Testing”, eftir höfundana Paul Ammann og Jeff Offutt, þar sem áhersla er lögð á hvernig sé hægt að hanna betri prófanir eftir þekjuskilyrðum (e. Coverage criteria). Annað efni námskeiðsins tengist net þekjun (e. Graph Coverage), rök þekjun (e. Logic Coverage), hlutun inntaksrúms (e. Input Space Partitioning) og setningafræðilegum prófunum (e. Syntax-Based Testing). Í umræðum í tímum verður stundum stuðst við ítarefni til að dýpka og auka skilning nemanda á viðfangsefni námskeiðsins.
Námsmarkmið
  • Geti útskýrt hugtök og kenningar sem tengjast prófun hugbúnaðar.
  • Geti útskýrt mismunandi tegundir af formlegum þekjunar skilyrðum (e. coverage criteria)
  • Geti greint á milli mismunandi aðferða fyrir prófun hugbúnaðar og kunni að beita þeim
  • Hafi skilning á hvernig má nýta prófana umhverfi við þróunn hugbúnaðar.
  • Geti útskýrt hvað hugbúnaðarprófanir eru og hvers vegna þær eru nauðsynlegar.
  • Geti greint kröfur til prófana.
  • Geti skilgreint líkan af hugbúnaði og prófað það.
  • Geti gert áætlun um prófanir og metið hvort hún er nægilega yfirgripsmikil.
  • Geti notað sjálfvirkar prófanir til að meta hvort prófanir séu nægilega yfirgripsmiklar.
  • Geti hannað prófanir með net þekjun, rök þekjun og hlutun intaksrúms.
  • Geti skilgreint þekjunar skilyrði, greint þarfir og útfært viðeigandi prófanir.
  • Geti beitt þekjunar skilyrðum og prófanatækni til að finna galla í stóru hugbúnaðarkerfi.
  • Geti notað opinn hugbúnað eins og JUnit, LLVM, Klee, Coverity og Valgrind til að prófa hugbúnaðarkerfi.
Námsmat

Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir

TungumálÍslenska