Advanced Game Design & Development

NámsgreinT-634-AGDD
Önn20241
Einingar6
SkyldaNei

Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararT-624-CGDD, Hönnun og þróun tölvuleikja
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Steingerður Lóa Gunnarsdóttir
Lýsing
Námskeiðið er framhald af námskeiðinu Hönnun og þróun tölvuleikja. Lögð er sérstök áhersla á umfjöllun leikja og gagnvirka hönnun. Nemendur fræðast um margvísleg hönnunarhugtök leikja í fyrirlestrum, verkefnum og dæmatímum námskeiðsins. Nemendur vinna saman í hópum að hönnun, þróun og greiningu smærri leikja þar sem þeir vinna með þau hugtök sem rædd eru í kennslustundum. Æfingar verða breytilegar eftir samsetningu hóps, umfangi leiks eða takmörkunum sem leiðbeinendur ákveða. Vinnuhópar verða breytilegir og mun hver nemandi takast á við mismunandi þróunarhlutverk í hverri æfingu. Að loknum æfingum munu nemendur mynda ný teymi þar sem þeir munu nýta þá þekkingu sem þeir hafa öðlast til að takast á við stærra þróunarverkefni. Nemendur í meistaranámi munu að auki vinna lítið rannsóknarverkefni sem tengist viðfangsefni áfangans.
Námsmarkmið
Þekking: Geti rætt hönnun leikja, gagnvirka hönnun og upplifun leikmanna. Geti útskýrt og rætt mismunandi hönnunaraðferðir leikja. Geti skilið mismunandi hlutverk og ábyrgð við framleiðslu leikja. Leikni: Geti greint og gagnrýnt hönnun leikja og gagnvirka hönnun. Geti stýrt hönnunarlotum með þátttöku leikmanna. Geti þróað markvissar frumgerðir leikja. Þekki notagildi leikjahönnunar út fyrir svið leikjaiðnaðar. Hæfni: Geti metið velferð teymis og eigin áhrif á hana. Geti hannað virkni leikja til að ná ætlaðri upplifun. Geti greint og metið frumgerðir leikja. Geti þróað leik sem byggir á upplýsingum um fyrri frumgerðir og rannsóknir.
Námsmat
Ekkert skráð námsmat.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Engin skráð kennsla.
TungumálÍslenska